Són - 01.01.2010, Side 97
SMIÐUR BÆÐI Á ORÐ OG VERK 97
maður og líkur nafni í skapi,* Guðrún, Gísli er lærði til prests og
hélt Þóroddsstað í Kinn um þrjá vetur, átti Álfheiði Einarsdóttur
Tómassonar, er varð aðstoðarprestur í Múla og drukknaði þar í
vatninu 1801. Séra Gísli dó 1826. Sonur hans var Gísli skáld
Wíum er lærði trésmíði og var hinn mesti hæfileikamaður. Hann
átti Ingibjörgu dóttur séra Snorra Sæmundssonar og bjuggu þau
Gísli síðast á Fjarðaröldu í Seyðisfirði.
– – –
Ingibjörg kona Gísla var systir Lárusar Árna Snorrasonar
verslunarstjóra hjá Ásgeiri skipstjóra Ásgeirssyni í Ísafirði, nú -
orðið kaupmanni þar. Börn Gísla og Ingibjargar voru Snorri
verslunarstjóri í Seyðisfirði, Kristín verslunarkona þar, Þórunn,
frú Lárusar [Tómassonar] bankagjaldkera í Seyðisfirði.3
Hér er þá Gísli skáld Wium kynntur allrækilega til sögu, ætt hans,
kvonfang og kyn. En Sigfús bætir þó um betur á ýmsum stöðum í
þjóðsagnasafni sínu og hermir þar ýmsar sagnir af og um Gísla.
Þannig segir í þætti af Eyjólfi timburmanni:
Björn umboðsmaður Skúlason að Eyjólfsstöðum á Völlum lét
byggja timburhús og fékk til þess þá Eyjólf og Gísla Gíslason
Wíum er var allra manna færastur að karlmennsku svo al mennt
var álitið að hann hamaðist. Hann var og fimleiksmaður við
allt, hvatur og áræðinn; hann var skáld gott. Hann var snikkari
og víða og oft við smíðar.4
Í kjölfarið fylgir svo frásögn af viðureign þeirra Eyjólfs, en hann
reið ekki feitum hesti frá atgangi sínum gegn Gísla. Sigfús fer frekari
orðum um Gísla sem hann segir að hafi verið „skapmaður mikill og
vanur harðskiptum. Var það álit manna að hann hamaðist því ef hann
reiddist orkaði hann meiru en mönnum þótti náttúrlegt en varð svo
lémagna á eftir sem sagt er um hamramma menn.“5
Virðist svo sem Gísli hafi svarið sig í áa-ættir um mannkosti en
* Hans Wíum Evertsson (1776–1827) er raunar í hópi þeirra er doktor Stefán
Einarsson telur til „Austfirzkra skálda og rithöfunda“ í samnefndu riti. Hann segir
einnig föður Gísla hafa verið skáldmæltan – nokkur kvæða hans munu varðveitt í
Þjóðarbókhlöðu – svo skáldaæðin á langar rætur að rekja hjá þeim Wiumsniðjum.
3 Sigfús Sigfússon: Íslenskar þjóðsögur og sagnir. VIII, bls. 63–64.
4 Sigfús Sigfússon: Íslenskar þjóðsögur og sagnir. VIII, bls. 173.
5 Sigfús Sigfússon: Íslenskar þjóðsögur og sagnir. VII, bls. 112.