Són - 01.01.2010, Page 99
SMIÐUR BÆÐI Á ORÐ OG VERK 99
Úr flokk skal ég blauðum flakka
og fleygja mér sama veginn.
Ennfremur færir Sigmundur til ljóðaglettur þeirra Gísla og Sigurð -
ar Breiðfjörðs en leiðir þeirra munu hafa legið saman í smíðum. Eitt
sinn vantaði þá beykjana bor og hugðist Gísli fá hann í Bierings-versl -
un en hafði ekki erindi sem erfiði. Sagðist honum svo frá er hann náði
fundi Sigurðar aftur9:
Andskotinn á engan bor
og ekki Biering heldur.
Sigurður botnaði:
Hamingjan styðji hvert þitt spor,
svo hvergi verðir felldur.
Að beykisnámi loknu réðist Gísli til ritarastarfa hjá Kristjáni
Kristjánssyni frá Illugastöðum (1806–1882) á því skeiði er Kristján
gegndi sýslumannsstarfa í Skaftafellssýslu (1845–18 ). Um 1845
leggur hann þó leið austur á land og sinnti smíðum. Er hann bendl -
aður við byggingu Heydalakirkju, er reist var 1856, þótt yfirsmiður
við byggingu hennar hafi raunar verið Þorgrímur nokkur Jónsson.
Þar kom að Gísli staðfesti ráð sitt og hóf búskap. Brúðurin var –
svo sem fyrr var frá greint – prestsdóttir frá Desjarmýri í Borgarfirði,
Ingibjörg Snorradóttir (f. 9. maí 1830 – d. 2. maí 1903). Eignuðust
þau allmörg börn er flest dóu ung. Þau sem upp komust voru þessi:
Snorri, f. 1852, Kristín Álfheiður, f. 1857 og Þórunn, f. 1862.10 Er
Ingibjörg í heimildum sögð hafa verið „þrifnaðarkona og hagsýn í
hvívetna ... mikil mætiskona og börnin öll einkarvel gefin.“11 Sigfús
Sigfússon „Sagni“ kallar hana „gáfu- og fróðleikskonu.“12
Fyrst munu þau Gísli og Ingibjörg líkast til hafa reist bú í
Brekkuseli í Hróarstungu þar sem þau dvöldu frá 1851–1855. Segir
Eiríkur Eiríksson frá Dagverðargerði í Ábúendatali sínu að Brekkusel
9 Sigmundur M. Long: Að vestan, bls. 80.
10 Sigmundur Long nefnir einnig í sagnaþáttum sínum Þorbjörgu, dóttur Ingibjargar
og Gísla, er dáið hafi „uppkomin, ógift.“
11 Sigmundur Long: Að vestan, bls. 83 og 85.
12 Sigfús Sigfússon: Íslenskar þjóðsögur og sagnir. VIII, bls. 68.