Són - 01.01.2010, Page 100
JÓN B. GUÐLAUGSSON OG KRISTJÁN EIRÍKSSON100
hafi þótt léleg bújörð. Vitnar hann í jarðarlýsingu Páls skálds Ólafs-
sonar svohljóðandi því til staðfestu:
Túnið þéttur þúfnakrans
það er eins og lófi manns.
Illa sprottið engi stundum,
allt í blautum mýrarsundum,
þegar skýja fellur fífa
fer þar stundum allt í gljá
það sem upp úr stendur strýta
stundum sauðir bæjum frá.13
Úr þessum sælureit lá leið fjölskyldunnar að Hnefilsdal á Jökuldal
og töldust þau umskipti mikil framför því Hnefilsdalur er talinn með
bestu jörðum í dalnum. Það kom þó Gísla og Ingibjörgu ekki að full -
um notum því þau voru þar aðeins í einhvers konar húsmennsku -
ábúð. Skilmálarnir virtust þó hinir bærilegustu; þau skyldu fá gott
húsnæði til umráða, eldsneyti eftir þörfum, fóður, hagagöngu, hús og
hirðingu fyrir búfénað, 50 ær, hest og kú. Til endurgjalds skyldi Gísli
vinna að heyskap átta vikur um heyannir.
Allt hljómaði þetta þó betur á pappírum en í raun reyndist. Kærði
Gísli efndir fyrir sóknarprestinum og var heldur stirt heimilislíf á
Dalnum uns þau Gísli voru keypt burtu.
Öllu lengur staðfestust þau Ingibjörg og Gísli að Rangá í Hróars -
tungu þar sem þau fengu jarðarpart til ábúðar og bjuggu árin 1859 –
1868 en þá fluttu þau ásamt börnum sínum til Seyðisfjarðar og settust
að, fyrst að Dvergasteini út með firðinum norðanverðum, síðan á
Tanganum þar í bæ. Bjuggu þau þar fyrst í litlu og óásjálegu húsi er
Neðri-Tangi nefndist en reistu sér svo önnur híbýli og veglegri á
næstu lóð er enn standa. Svo segir í Húsasögu Seyðisfjarðar kaup -
staðar er Þóra Guðmundsdóttir arkitekt hefur tekið saman. Sigmund -
ur Long segir Wiumsfjölskylduna hins vegar hafa búið „í þurrabúð ...
í húsi sem nefnt var Smiðja því að það var gjört upp úr smiðju sem
Jón Árnason verzlunarstjóri hafði látið reisa þar.“14 Líkast til er hér þó
13 Eiríkur Eiríksson frá Dagverðargerði: Ábúendatal í Kirkjubæjarsókn 1703 – 1900:
Hróarsstunga og Jökulsárhlíð – óprentað handrit.
14 Um búskap Gísla og veru á Seyðisfirði vísast til skrifa Sigmundar Long: Að vestan,
bls. 82–83. Til staðfestu því að Gísli hafi búið í Smiðju má vísa til fyrrgreindrar
vísu Þorbergs Snóksdal um Gísla: ... / smjaðursfrí í smiðju situr, / smiður bæði á orð og
verk.