Són - 01.01.2010, Page 115
„ELOI LAMMA SABAKHTHANI!“ 115
15 En allt, sem sjálfs hans sál var ljóst,
að sæju aðrir, við hann bjóst.
Hvern sannleik, þér sem auðsær er,
að aðrir skilji ei, byrgist þér.
16 Hve áhrifalaust orð hans lá
í anda lýðs, hann glöggvast sá,
er gagnstætt hverri hugsun hans
hann hylla vildu konung lands.
17 Og fjöldinn enn ei eftir tók,
að ekki er hugsjón „lærdómsbók“,
því flestir halda hún hlotnist send
í hugvekjum, sé lærð og kennd.
18 En hún er sál þín sjálfs með rök
in sömu, þrá og hugartök
sem hins, er stóð við hennar dyr,
þó hundrað öldum lifði fyrr.
II
19 Að geta ei friðað bræðra böl
varð beiskjan í hans dauðakvöl –
af slíkri ást og andans þrá,
hvað afdrifin þau virtust smá!
20 „Minn guð, hví yfirgafstu mig?“
frá gröf hans hljómar kringum þig,
er sérðu heift og hjátrú lands
sig hópa undir nafnið hans.
III
21 En alltaf getur góða menn,
og guðspjöll eru skrifuð enn.
Hvert líf er jafnt að eðli og ætt,
sem eitthvað hefur veröld bætt.