Són - 01.01.2010, Page 117
Gunnar Skarphéðinsson
Um ljóðið „Eloi lamma
sabakhthani!“ eftir Stefán G.
I Inngangur
Þegar Stefán Guðmundsson, sem seinna kallaði sig Stephan G.
Stephansson, fluttist frá Íslandi vestur um haf til Kanada sumarið
1873 var hann tæplega tvítugur að aldri.1 Hann var í hópi þeirra
Íslendinga sem fyrst námu land vestanhafs. Landnemanna biðu
marg háttaðir erfiðleikar eins og jafnan fylgja því að brjóta nýtt land.
En það var ekki eingöngu á hinu efnahagslega sviði sem við vanda
var að kljást. Hið nýja samfélag þurfti sjálft að móta andlegar
hugmyndir í siðgæðis- og trúarefnum. Ekki var til að dreifa arfhelgum
stofnunum sem séð höfðu um þessa þætti eins og í heimalandinu.
Íslendingarnir, sem fóru vestur um haf, játuðu langflestir lúterskan
rétttrúnað en margt var einmitt mjög á hverfanda hveli í andlegum
efnum um þetta leyti 19. aldar.
Miklar framfarir í ýmsum greinum náttúruvísinda urðu til þess að
menn tóku að vefengja gamlar og grónar hugmyndir og má til dæmis
nefna sköpunarsögu Biblíunnar sem endurmetin var gjörsamlega í
ljósi nýrrar þekkingar. Charles Darwin gróf meira undan trú manna
á guð en nokkur annar þegar hann setti fram þróunarkenningu sína
í The Origin of Species árið 1859. Vantrúar tók því að gæta og guðs -
afneitunar á seinni hluta 19. aldar, einkum meðal manna sem töldu
að vit, skynsemi og rannsókn gætu brotið flestar raunhæfar gátur
tilverunnar til mergjar. Hinu yfirnáttúrulega eða yfirskilvitlega var
hins vegar hafnað á þeirri forsendu að það yrði ekki með höndum
þreifað, krufið og rannsakað. Aukin bókstafstrú og kreddufesta spratt
svo upp sem andóf þessa frjálslyndis og vísindaanda.
Þegar Íslendingar í Vesturheimi taka að ræða trúmál og hyggjast
árið 1885 stofna eitt allsherjarkirkjufélag er einkum tekist á um þessi
1 Ritgerð þessi er komin nokkuð til ára sinna, var samin hjá þeim ágæta kennara,
Sveini Skorra Höskuldssyni, fyrir allmörgum árum. Hún er hér birt að heita má
óbreytt en yfirlesin af Ólafi Víði Björnssyni, Vilhjálmi Árnasyni og nafnlausum yfir-
lesurum Sónar. Vil ég færa þeim bestu þakkir fyrir ómakið og góðar ábend ingar.