Són - 01.01.2010, Side 118

Són - 01.01.2010, Side 118
GUNNAR SKARPHÉÐINSSON118 andstæðu sjónarmið.2 Safnaðarmál voru ekki einvörðungu þýðingar - mikil í trúarlegu tilliti heldur höfðu þau meginþýðingu fyrir allt fé - lags líf og voru jafnframt sameiningartákn nýlendubúa. Ef málin eru skoðuð í þessu ljósi er auðvelt að skilja hvers vegna trúmáladeilur urðu svo miklu harðvítugri vestanhafs en hérna heima. Stefán fellir sig ekki við þróun kirkjumála og þó svo hann taki nokkurn þátt í kirkjulegu starfi á fyrstu árum sínum vestanhafs er ljóst að hann lítur seinna á sig sem trúlausan mann og guðleysingja. Votta það bæði ljóð hans mörg og sendibréf. Trúardeilur settu mikinn svip á allt andlegt líf á frumbýlingsárum landnemanna og Stefán yrkir mörg ljóð þar sem hann deilir bæði á kirkju og kennimenn. Hann taldi kirkjuvaldið vera afturhaldssamt og ádeilukveðskapur hans gegn kirkju og kirkjuvaldi nær hámarki með ljóðaflokknum Á ferð og flugi frá árinu 1898. Ljóðið, sem hér verður fjallað um, „Eloi lamma sab - akhthani!“, er ort ári síðar, 1899. Ljóðið er ekki ádeiluljóð á trúarbrögð heldur fæst skáldið við að draga upp mynd af Kristi og kenn ingu hans og leggja út af efninu.3 Skal þá fyrst gerð nokkur grein fyrir þeim búningi sem efninu er fenginn. II Ýmis ytri formseinkenni, bygging og þemu Ljóðið er tuttugu og sjö erindi sem skipt er í þrjá kafla en misvægi er á milli þeirra þannig að sá fyrsti er lengstur, átján erindi, en sá í miðið aðeins tvö. Lokakaflinn er sjö erindi. Helgast þessi skipting af efnis - tökunum sem eru á þessa leið: Í fyrsta erindi segir frá fæðingu Jesú en þess minnst um leið að hún hafi ekki þótt annálsverð á sinni tíð. Næsta erindi er innskot – hugleiðing skáldsins um þá umbun sem góðir menn hljóta hjá eftirkomendum þó svo að samtíðin vanvirði þá. Þriðja erindi tekur þráðinn upp að nýju; fæðingardagur Jesú er ákveð - inn af seinni tíma mönnum og settur niður á ævaforna vetrarsól - hvarfahátíð.4 Í næstu fjórum erindum er sagt frá uppvexti Jesú og 2 Óskar Ó. Halldórsson (1961:11–27). 3 Þess má geta hér til fróðleiks að í einu bréfa Stefáns kemur fram að hann áleit ljóðið „Eloi, Eloi“ í tölu sinna bestu ljóða. Í bréfi til Eggerts Jóhannssonar, sem dagsett er 12. desember árið 1907, tekur hann þannig til orða: „Sigurður Trölli, Illugadrápa og „Eloi, Eloi“ eru þau kvæði, sem ég vildi síður hafa skemmt, því ég veit það, séu hvergi „tök“ í þeim þá „hefi ég til lítils skrifað“, þá fækkar um boðleg kvæði hjá mér.“ Stephan G. Stephansson Bréf og ritgerðir (1938–1939, I:163). 4 Skilningur Stefáns á þessu atriði kemur heim við það sem menn þykja vita sannast í þessu efni og má til dæmis lesa um í bók Árna Björnssonar, Jól á Íslandi (bls. 17 – 21). Eftir hvaða leiðum Stefán hefur komist að þessari niðurstöðu skal ósagt látið
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172
Side 173
Side 174
Side 175
Side 176
Side 177
Side 178
Side 179
Side 180
Side 181
Side 182
Side 183
Side 184
Side 185
Side 186
Side 187
Side 188
Side 189
Side 190
Side 191
Side 192
Side 193
Side 194
Side 195
Side 196
Side 197
Side 198
Side 199
Side 200
Side 201
Side 202
Side 203
Side 204
Side 205
Side 206
Side 207
Side 208

x

Són

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Són
https://timarit.is/publication/1139

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.