Són - 01.01.2010, Side 118
GUNNAR SKARPHÉÐINSSON118
andstæðu sjónarmið.2 Safnaðarmál voru ekki einvörðungu þýðingar -
mikil í trúarlegu tilliti heldur höfðu þau meginþýðingu fyrir allt fé -
lags líf og voru jafnframt sameiningartákn nýlendubúa. Ef málin eru
skoðuð í þessu ljósi er auðvelt að skilja hvers vegna trúmáladeilur
urðu svo miklu harðvítugri vestanhafs en hérna heima.
Stefán fellir sig ekki við þróun kirkjumála og þó svo hann taki
nokkurn þátt í kirkjulegu starfi á fyrstu árum sínum vestanhafs er
ljóst að hann lítur seinna á sig sem trúlausan mann og guðleysingja.
Votta það bæði ljóð hans mörg og sendibréf. Trúardeilur settu mikinn
svip á allt andlegt líf á frumbýlingsárum landnemanna og Stefán yrkir
mörg ljóð þar sem hann deilir bæði á kirkju og kennimenn. Hann
taldi kirkjuvaldið vera afturhaldssamt og ádeilukveðskapur hans gegn
kirkju og kirkjuvaldi nær hámarki með ljóðaflokknum Á ferð og flugi
frá árinu 1898. Ljóðið, sem hér verður fjallað um, „Eloi lamma sab -
akhthani!“, er ort ári síðar, 1899. Ljóðið er ekki ádeiluljóð á trúarbrögð
heldur fæst skáldið við að draga upp mynd af Kristi og kenn ingu hans
og leggja út af efninu.3 Skal þá fyrst gerð nokkur grein fyrir þeim
búningi sem efninu er fenginn.
II Ýmis ytri formseinkenni, bygging og þemu
Ljóðið er tuttugu og sjö erindi sem skipt er í þrjá kafla en misvægi er
á milli þeirra þannig að sá fyrsti er lengstur, átján erindi, en sá í miðið
aðeins tvö. Lokakaflinn er sjö erindi. Helgast þessi skipting af efnis -
tökunum sem eru á þessa leið: Í fyrsta erindi segir frá fæðingu Jesú en
þess minnst um leið að hún hafi ekki þótt annálsverð á sinni tíð.
Næsta erindi er innskot – hugleiðing skáldsins um þá umbun sem
góðir menn hljóta hjá eftirkomendum þó svo að samtíðin vanvirði þá.
Þriðja erindi tekur þráðinn upp að nýju; fæðingardagur Jesú er ákveð -
inn af seinni tíma mönnum og settur niður á ævaforna vetrarsól -
hvarfahátíð.4 Í næstu fjórum erindum er sagt frá uppvexti Jesú og
2 Óskar Ó. Halldórsson (1961:11–27).
3 Þess má geta hér til fróðleiks að í einu bréfa Stefáns kemur fram að hann áleit ljóðið
„Eloi, Eloi“ í tölu sinna bestu ljóða. Í bréfi til Eggerts Jóhannssonar, sem dagsett er
12. desember árið 1907, tekur hann þannig til orða: „Sigurður Trölli, Illugadrápa og
„Eloi, Eloi“ eru þau kvæði, sem ég vildi síður hafa skemmt, því ég veit það, séu
hvergi „tök“ í þeim þá „hefi ég til lítils skrifað“, þá fækkar um boðleg kvæði hjá
mér.“ Stephan G. Stephansson Bréf og ritgerðir (1938–1939, I:163).
4 Skilningur Stefáns á þessu atriði kemur heim við það sem menn þykja vita sannast
í þessu efni og má til dæmis lesa um í bók Árna Björnssonar, Jól á Íslandi (bls. 17 –
21). Eftir hvaða leiðum Stefán hefur komist að þessari niðurstöðu skal ósagt látið