Són - 01.01.2010, Page 122
GUNNAR SKARPHÉÐINSSON122
dæmis aldrei nefnt né heldur orðið Kristur eða frelsari. Þetta eykur
með sérstökum hætti mikilvægi Hans þar sem ekki er þörf á að láta
nafnið uppi svo alþekkt er það. Stílbragðið, sem setur mestan svip á
ljóðið, er meðferð andstæðna enda jafnframt eitt meginþema þess,
það er þess, sem er, og hins sem menn kysu að væri. Þetta á bæði við
um kenningu Jesú og starf umbótamanna sem getið er í lokaerindum
ljóðsins.
Og bókstafs þræl og kredduklerk
hann kærði fyrir myrkraverk,
sem þrá ei ljós né andans auð,
en yfirráð og stærra brauð.9
Því er teflt saman, sem mönnum ber að leggja sig eftir, og hinu sem
hugur manna girnist ranglega. Í svipuðum andstæðum er einnig gerð
grein fyrir því hver verður uppskera þess sem bæta vill veröldina:
Þá hugraun líður hetja sú,
sem hreinsa vildi sið og trú,
en deyr sem andstyggð almúgans
í útskúfun síns föðurlands.
Vert er einnig að gefa því gaum að í báðum dæmunum er beitt
hliðstæðum: tveimur jákvæðum orðum er skipað á móti tveimur
neikvæðum. Þetta stílbragð notar Stefán mikið og fær ljóðið við það
retórískan þunga – orðin taka undir hvert við annað og hnykkt er á
sömu hugsuninni:
Um okurkarl og aurasöfn
hans orð ei vóru gælunöfn.
Þetta tvennt, að tala í andstæðum og skipa saman orðum líkrar
merkingar, einkennir stíl ljóðsins. Hvort tveggja er þekkt úr gömlum
siðrænum og trúarlegum kveðskap þar sem boða þarf ákveðinn sann -
leik og gera glöggan mun góðs og ills. Þessi fornu stílbrögð falla því
sérlega vel að efni og boðskap ljóðsins.
Eitt erindi ljóðsins hefur sérstöðu þar sem meginhugsun þess er
túlkuð með líkingu:
9 Auðkennt hér og framvegis með skáletri.