Són - 01.01.2010, Page 125
UM LJÓÐIÐ „ELOI LAMMA SABAKHTHANI!“ EFTIR STEFÁN G. 125
Stefán sækir eðlilega mest til samstofna guðspjallanna þar sem
bróð ur kærleikur Krists og umvöndun hans og siðferðisbetrun er hon -
um efst í huga. Hann sniðgengur kraftaverkin algjörlega og Kristur er
augljóslega maður í augum hans en ekki guð. Hann er undramaður
sem flytur háleitan boðskap sem setur mannást öllu ofar. Trúin á
föðurinn, almáttugan guð, er ekki nefnd en orðasambandið til himins
kemur fyrir í eftirfarandi erindi:
Hann kenndi, að mannást heit og hrein
til himins væri leiðin ein.
Hann sá, að allt var ógert verk,
sem ekki studdi mannúð sterk.
Þetta erindi má lesa saman við fjölmarga staði í guðspjöllunum en
ekki síst Mt. 7.12.:
Allt hvað þér viljið að mennirnir gjöri yður, það skuluð þér og
þeim gjöra; því þetta er kjarni lögmálsins og spámannanna.12
Sjá má af þessu að skáldið skilur Krist svo að hann hafi bent á æðri
leiðir en leiðin ein eða kjarni hennar er bróðurleg breytni. Þetta erindi
sýnir hvað mönnum ber að gera en hin fimm, sem túlka kenningu
Jesú, greina frá því hvað menn eigi ógjört að láta, hvað beri að upp -
ræta og hverjum eigi að sýna miskunn.
Smælingjum á að sýna líknsemi en þyngra getur orðið fyrir fæti hjá
þeim sem láta glepjast af þessa heims verðmætum:
12 Vitnað er til Hins Nýja Testamentis, Oxford 1863.
Um okurkarl og aurasöfn
hans orð ei vóru gælunöfn.
Hann tók í forsvar fallinn lágt,
sem féll af því hann átti bágt.
Mt. 19.24. Og enn framar segi
ég yður, að auðveldara er
úlfaldanum að gánga í gegn
um nálar augað, en ríkum
manni inn í Guðs ríki.
Mt. 25.40. Sannlega segi ég
yður, að hvað þér gjörðuð við
einn af þessum minnstu
bræðrum mínum, það hafið
þér mér gjört.