Són - 01.01.2010, Page 126
GUNNAR SKARPHÉÐINSSON126
Alla kreddufestu ber að forðast og valdafíkn er fordæmanleg:
Og bókstafs þræl og kredduklerk
hann kærði fyrir myrkraverk,
sem þrá ei ljós né andans auð,
en yfirráð og stærra brauð.
Lúk. 11.43. Vei yður, þér
Faríse ar, sem keppizt eptir
efstu sætum í samkunduhús -
um, og að yður sé heilsað á
torgunum.
Hann sá, að eiginelskan blind
var aldarfarsins stærsta synd […]
Lúk. 6.30. En gef þú hverjum,
sem biður þig, og ef einhver
tekur frá þér það, sem þitt er,
þá kref þú þess ekki aftur.
Lúk. 11.46. Vei, yður líka þér
skriptlærðir, því þér bindið
mönnum lítt bærar byrðar, en
sjálfir snertið þér þær ekki með
einum fíngri.
IV Hugmyndafræðilegar rætur
Þessar samsvaranir sýna að Stefán tekur undir mörg meginatriði í
kenningu Jesú. Bræðralagshugsjónin er æðsta boðorð og samúð með
lítilmagnanum en andúð auðsýnd ofríki og auðsöfnun. Þegar Jesús
eitt sinn er spurður að því hvert sé hið æðsta boðorð í lögmálinu
svarar hann á þessa leið:
Elska skaltu Drottinn Guð þinn af öllu hjarta, allri sálu þinni og
öllu hugskoti þínu. Þetta er hið æðsta og helzta boðorð. Og
þessu líkt er hitt: elska náunga þinn, sem sjálfan þig. (Mt. 22.
36-39)
Ekki verður betur séð en Stefán hylli það síðara en gangi fram hjá því
fyrra. Siðfræðin stendur því eftir þó guðdómnum sleppi.
Hannes Pétursson tekur svo til orða á einum stað í grein um ljóðið
og þyngst á afl og anda manns
var okið lagt af bróður hans –
Eigingirnina þarf að uppræta:
Og áþjánin, sem á menn er lögð, er af völdum meðbræðra þeirra: