Són - 01.01.2010, Page 130
GUNNAR SKARPHÉÐINSSON130
fyrri og skelfilegar afleiðingar hennar bundu hjá öllum þorra manna
enda á þá bjartsýnu trú að bætt almenn þekking og upplýsing yrðu til
þess að bæta manninn sem siðferðisveru. Heimsstyrjöldin, sem Stefán
taldi ‘heimsins stærstu heimsku’18, mun þó ekki hafa breytt þeirri
skoðun hans að þekkingin plægði smám saman jarðveginn fyrir batn -
andi menn enda lífsskoðun hans þá orðin mótuð á langri ævi.
Ljóð skáldbóndans í Vesturheimi urðu fljótt kunn hér á landi eftir
að þau tóku að birtast um og fyrir aldamótin 1900 og menn mátu þau
að verðleikum. Það er einkum tvennt sem veldur því hversu mikill
veigur Íslendingum hefur jafnan þótt í ljóðum Stefáns. Hann býr vel
að gömlum arfi máls og bókmennta og nær að kveikja þennan arf
saman við þær hugmyndir og stefnur sem þróttmestar eru í samtíð -
inni. Einart skap og vitsmunir knýja hann til þess að leita svara við
brýnustu spurningum aldarinnar. Öll umfjöllun hans ber vott um það
viðhorf að vilja leiða mönnum fyrir sjónir, boða þeim ákveðin sann -
indi hvort sem það varðar veraldlega eða andlega velferð. Honum
hefur svo sannarlega birst verkavitrun:
það kall að hefja land og lýð
og lækna mein á sinni tíð.
HEIMILDIR
Ágúst H. Bjarnason. 1906. Yfirlit yfir sögu mannsandans. Nítjánda öldin.
Bókaverzlun Guðm. Gamalíelssonar, Reykjavík.
Ágúst H. Bjarnason. 1908. Yfirlit yfir sögu mannsandans. Austurlönd. Bóka -
verzlun Guðm. Gamalíelssonar. Sigurður Kristjánsson, Reykja vík.
Ágúst H. Bjarnason. 1924. Siðfræði. [s.n.], Reykjavík.
Árni Björnsson. 1963. Jól á Íslandi. Ísafoldarprentsmiðja, Reykjavík.
Björn Magnússon. 1951. Orðalykill að Nýja testamentinu. Ísafoldar prent -
smiðja, Reykjavík.
Bréf Matthíasar Jochumssonar. 1935. Forspjall eftir Steingrím Matthíasson.
18 Við lok fyrri heimsstyrjaldar var Stefán eitt sinn spurður hvort hann vildi ekki
ferð ast um vígvöllinn í Norðurálfu þegar stríðinu væri lokið. Hann svaraði svo:
Þó mér bjóðist braut og far,
býður mér við að koma þar,
sem heimsins stærsta heimska var
háð, til mestrar bölvunar.
Stephan G. Stephansson (1998:228).