Són - 01.01.2010, Page 137
Kristján Árnason
Um formgildi og tákngildi
íslenskra ljóðstafa
Margt og mikið hefur verið skrifað um norræna og germanska stuðla -
setningu, uppruna hennar, eðli og hlutverk. Af einhverjum ástæðum
lifði sú venja, sem tíðkaðist meðal germanskra fornþjóða mun lengur
hér á landi en annars staðar. Reyndar benda nýlegar rannsóknir til
þess að þótt grundvallarreglur hafi haldist að miklu leyti óbreyttar,
hafi ekki alltaf allt verið meitlað í stein og að í sögu íslensks kveð -
skapar hafi átt sér stað ýmsar breytingar, brautin ekki alltaf verið bein
og menn mis-kröfuharðir eftir tímabilum að fylgja hinum fornu regl -
um.1
Í þessari grein verður hugað að því sem kalla má í nokkuð víðum
skilningi gildi eða hlutverk stuðlasetningar sem stíl- og bragein kenn -
is. Því er haldið fram að í eldri kveðskap hafi stuðlarnir vissu lega
gegnt mikilvægu formlegu hlutverki eða haft formgildi sem einkenni
á bundnu máli og til að greina það frá óbundnu máli, ekki síst til að
njörva bragformin niður og skilgreina einingar í bragformunum.
Ljóð stafir voru þannig óaðskiljanlegur hluti af skilgreiningu brag -
formanna. En eftir því sem tímar liðu fram varð annað hlutverk
þeirra ekki síður mikilvægt, nefnilega tákngildi þeirra sem einkennis
á vönd uðu „bundnu máli“ og ljóðum. Í því sambandi lætur nærri að
stuðlarnir hafi orðið að helgidómi, sem hluti af hinu margfræga ís -
lenska brageyra. Svo rammt kveður að þessu að sum seinni tíma
skáld, sem sagt hafa skilið við hefðbundna formfestu, geta ekki
hugsað sér að yrkja án ljóðstafa, eða þá að þeir leita „ósjálfrátt“ inn í
textann sem hluta af eins konar hátíðarbúningi tungumálsins; þótt
kveðskapurinn sé gjarna órímaður hjá þessum skáldum, er hann mun
síður „óstuðlaður“.
Hér verður fyrst fjallað lauslega um eðlisþætti ljóðstafa og stuðla -
setningar, uppruna þeirra og notkun í eldri kveðskap. Síðan er farið
1 Sjá t.d. nýlega doktorsritgerð Rangars Inga Aðalsteinssonar (2010).