Són - 01.01.2010, Page 139
UM FORMGILDI OG TÁKNGILDI ÍSLENSKRA LJÓÐSTAFA 139
rænir fræðimenn, til að mynda Eva Lilja og Hallvard Lie,4 sem fjallað
hafa um sænska og norska bragfræði, gert greinarmun á alliteration og
stavrim. Fyrra hugtakið er almennt og vísar til þess þegar stuðlar eru
notaðir til skrauts í lausu máli eða bundnu, en hið síðara vísar til
kerfis bundinnar ljóðstafasetningar af þeirri gerð sem þekkist í hefð -
bundnum íslenskum kveðskap. Þetta er þörf aðgreining, og verður
henni fylgt hér. Íslensk málvenja hefur hér verið nokkuð á reiki, en
gera má þennan greinarmun án grundvallarbreytinga á íslenskri
orðanotkun. Nota má orðið stuðlar eða stuðlasetning sem almennt heiti
um hvers konar notkun upphafsríms í bundnu eða óbundnu máli. En
þegar ástæða er til að vísa sérstaklega til notkunar stuðla í kveðskap
(samsvarandi skandinavíska orðinu stavrim) má tala um ljóðstafi eða
bragstuðla. Einnig má tala um frjálsa stuðla þegar stuðlunin fylgir ekki
föstum reglum og þá kerfisbundna stuðla þegar fastar formúlur eru skil-
greindar.5 En orðið málstuðlar tekur þá til sjálfra málformanna, þ.e.
þeirra samhljóða og samhljóðaklasa sem taka þátt í stuðlavensl -
unum.6
II Formgildi ljóðstafa
Spyrja má, eins og áður segir, hvers eðlis þau hlutverk séu sem ljóð -
stafir (og eftir atvikum frjálsir stuðlar) gegna í bragformum og með
hvaða hætti þeir fegra textann. Hvað varðar reglubundinn brag eru
áhrif bragstuðla tvenns konar.
Annars vegar má hugsa sér að um sé að ræða almenn fagurfræði-
leg áhrif sem fylgja endurtekningu, enda hafa stuðlar verið taldir eitt
af þeim klifunarmeðulum sem notuð eru í fagurbókmenntum.7 End -
ur tekning líkra hljóða er eyranu þægileg, jafnt í endarími sem í
stuðlasetningu; það er þá með einhverjum hætti „(hljóð)fegurra“ að
segja góður og gegn en góður og fínn og grænt og gróið er á einhvern hátt
betra eða þægilegra fyrir eyrað en grænt og frjósamt.
Á hinn bóginn gegnir regluleg ljóðstafasetning eins og sú íslenska
(og reyndar rím líka) mikilvægu hlutverki við að skilgreina brag-
formin sem formúlur eða kerfi. Skýrar reglur gilda í íslenskum
kveðskap um staðsetningu ljóðstafanna, og er meginreglan sú að þeir
4 Sjá Lie (1967:110) og Lilja (2006:99).
5 Sbr. Ragnar Inga Aðalsteinsson (2010:19–21).
6 Sbr. t.d. Kristján Árnason (2005:80 o.áfr.).
7 Sbr. Þorleif Hauksson og Þóri Óskarsson (1994:152–156).