Són - 01.01.2010, Page 142
KRISTJÁN ÁRNASON142
kveðskapinn saman, og séu þeir ekki á sínum stað fer allt úr skorðum.
Og Snorri Sturluson tekur í sama streng í athugasemdum í Háttatali,
þegar hann segir að stuðlasetningin sé „ ... stafasetning sú er hætti
ræðr ok kveðandi gerir, þat eru tólf stafir í eyrindi, ok eru þrír settir í
hvern fjórðung. Í hverjum fjórðungi eru tvau vísuorð ... Í öðru
vísuorði er settr sá stafr fyrst í vísuorðinu er vér köllum höfuðstaf. Sá
stafr ræðr kveðandi. En í fyrsta vísuorði mun sá stafr finnast tysvar
standa fyrir samstöfun. Þá stafi köllum vér stuðla.“11
Sturlungar líta sem sagt á ljóðstafi sem eins konar burðarvirki í
kveðskap, og er höfuðstafurinn mikilvægastur, enda staðsetning hans
í upphafi síðari stofnhlutans, síðlínunni, grundvallarregla sem ekki
má brjóta. Meira frelsi ríkir um staðsetningu stuðlanna, en í drótt -
kvæðum hætti (þeim hætti sem að mati Snorra var sá merkilegasti af
norrænum háttum) geta þeir staðið næstum hvar sem er í forlínunni.
Þetta „burðarvirki“ kveðskaparins má tákna eins og gert er í (1).
Þarna myndar höfuðstafurinn eins konar ás, sem stuðlarnir styðja svo
við. Ásinn getur ekki staðið einn og sér, án stuðningsins sem stuðl -
arnir veita.
(1)
St St H
Undrast öglis landa/ eik hví vér’rom bleikir
Bæði Snorri og Ólafur virðast með öðrum orðum telja að ekkert geti
verið skáldskapur (eða kveðskapur) nema það sé í ljóðstöfum. Og
Snorri lítur svo á að staðsetning stuðla í frumlínu geti skipt háttum,
þegar hann tekur til við að greina hin margbrotnu bragform sem
hann sýnir í Háttatali.12
Fróðlegt gæti verið að velta því fyrir sér hvaðan sú hugsun er
komin að ljóðstafasetningin sé svona mikilvægur þáttur í kveðskap -
arformum, og liggur þá beinast við að vísa til sögunnar. Ljóðstafirnir
11 Snorri Sturluson (1999:8).
12 Sbr. Kristján Árnason (2007a, 2007b).