Són - 01.01.2010, Page 144
KRISTJÁN ÁRNASON144
Ef við gerum svo ráð fyrir að hendingarnar séu á einhvern hátt
eðlisskyldar stuðlunum, eins og áður var minnst á, er við því að búast
að Snorri noti þessi tvö einkenni sem greinimörk í skilgreiningum
sínum á bragarháttum. En það er aftur á móti athyglisvert, eins og
ég hef bent á á öðrum stað,14 að Snorri vísar ekki beint til bragliða
eða hrynjandi þegar hann skilgreinir bragformin og er þar að því er
virðist algerlega laus við evrópskar hefðir í greiningu á klassískum
kveðskap.
IV Ljóðstafir í yngri kveðskap
Við gerum sem sé ráð fyrir að ljóðstafirnir eigi eins konar
frumheimkynni í Edduháttum, sem eru fornlegastir íslenskra brag -
arhátta, eins og ráða má af því að þeir eiga margt sameiginlegt með
fornþýskum og fornenskum formum kvæða eins og Bjólfskviðu og
Hildibrandskviðu. Og miðað við þetta má segja að fyrstu nýir „land -
vinn ingar“ ljóðstafanna hafi einmitt verið í dróttkvæðum sem voru
norræn nýjung. Einnig má halda því fram að tengsl stuðlanna við
sjálfa frum-hrynjandi kveðskaparins sé nánari í edduháttum en í ýms -
um öðrum háttum. Þannig er óhugsandi að stuðull standi annars
staðar en í risi í fornyrðislagi og ljóðahætti, en staðsetning stuðla í
drótt kvæðum frumlínum var býsna frjáls eins og fyrr var nefnt. Stuðl -
ar gátu staðið næstum því hvar sem er í fimm fyrstu bragstöðum drótt -
kvæðrar frumlínu, og er ekki alltaf ljóst að mikill hrynrænn styrkur
fylgi þeim, t.d. þegar stuðull stendur í fjórðu stöðu, í línugerðum eins
og betr unnum nú nytja (Hallfreður, lausavísa 3,7). Þótt vafalaust megi
telja að einhver „upphefð“ fylgi því atkvæði sem stuðullinn lendir á, er
fjórða staðan í dróttkvæðri línu oftast nær veik, og vafalaust að næsta
staða á eftir, sú fimmta og næst-síðasta í línunni, er alltaf sterk. Það er
til dæmis ófrávíkjanleg regla að þar standi þungt áhersluatkvæði og
beri hend ingu. Það að setja stuðul næst á undan öðrum stuðli í þessari
stöðu, eins og í línunni sem nefnd var, myndi því skapa spennu milli
tveggja nástæðra áherslna, ef stuðlum fylgdi alltaf ótvíræð áhersla.
Þarna hefur væntanlega verið á ferðinni einhvers konar kontrapunkt -
ur í hrynj andinni, eins og síðar kemur fram hjá Hallgrími Péturssyni í
Passíusálmunum.15 Og þar sem dróttkvæðin eru almennt séð svo
14 Kristján Árnason (2007b:81).
15 Sjá umræðu um þetta hjá Kristjáni Árnasyni (1991/2000:133–143) og Atla
Ingólfssyni (1994).