Són - 01.01.2010, Page 150
KRISTJÁN ÁRNASON150
31 Tilraun í þeim anda er bók mín (1991/2000); sbr. t.d. Fabb (2002) og Fabb og
Halle (2008).
32 Hallgrímur Pétursson (1995:62–63), sbr. Kristján Árnason (2003, 1998).
33 Atli Ingólfsson (1994:427 o.áfr.).
rímar við hvað, og með þessu móti má greina íslenskan jafnt sem
annan kveðskap.31
Svo dæmi sé tekið um takmarkanir sem gilda um samband máls og
bragforms hvað varðar hrynjandi, þá er afar erfitt að greina afbökun
eins og þá sem sýnd er í (6), sem rísandi tvíliði:
(6) Y|fir kal|dan ey|ðisand |fór
Hér eru sett ris á áherslulausu atkvæðin öfugt við það sem er eðlilegt.
Kveðandi eins og sú sem lýst er hér virðist allsendis óhugsandi í
íslensku kvæði. Það eru því takmarkanir á því hvað leyfilegt er í þess -
um efnum. En þótt þetta dæmi sé nokkuð skýrt, eru til mýmörg dæmi
um að reglurnar séu teygðar, þannig að eins konar togstreita myndist
milli bragformsins og textans, án þess að allt fari úr böndum. Eins og
fram kom hér að framan (í fjórða kafla) er hrynjandi Passíusálma
Hall gríms Péturssonar oft býsna flókin, eins og sjá má í (7):32
(7) Sankti Páll skipar skyldu þá,
skulum vér allir jörðu á
kunngjöra þá kvöl og dapran deyð,
sem drottinn fyrir oss auma leið.
(1. sálmur, 2. erindi)
Hér er þriðja línan nokkuð flókin í meðförum og ekki fullkomlega
ljóst hvar best er að setja áherslurnar í flutningi. (Eigum við að segja
|kunngjöra eða kunn|gjöra o.s.frv.?) Af þessu má sjá að reglur um vörp -
un milli brags og texta eru ekki meitlaðar í stein, og oft er talað um
„skáldaleyfi“ sem eins konar leyfi skáldanna til að teygja reglurnar
eða móta þær að „þörfum“ skáldskaparins hverju sinni. Og hér vakn -
ar auðvitað spurningin hvenær óreglan fer að „meiða brageyrað“ eða
með hvaða hætti það gerist. Einnig hljóta hér að vakna spurningar um
smekk og misjafnt fegurðarskyn. Eins og Atli Ingóflsson hefur bent á
getur of einhæf og regluleg hrynjandi eða önnur föst bragmeðul
valdið leiðindum, þegar sífellt er hjakkað í sama farinu. Þetta kallar
hann „segluvanda“.33