Són - 01.01.2010, Page 153
UM FORMGILDI OG TÁKNGILDI ÍSLENSKRA LJÓÐSTAFA 153
VI Stuðlar og módernismi
Sem kunnugt er áttu ljóðstafir og fleiri hefðbundin bragmeðul eftir að
lenda í pólitískri orrahríð, sem tengdist módernisma á miðri 20. öld.
Sú bylting sem oft er kennd við atómskáldin olli miklum svipt ingum
í íslenskri menningarumræðu, og töldu margir að það væru eins
konar helgispjöll að yrkja án ljóðstafa eða ríms. Þannig segir Guð -
mundur Finnbogason, þegar hann fjallar um kveðskap Tómasar
Guðmundssonar, sem hafði leyft sér að yrkja háttleysu, að „ ... [h]in
ströngu lög stuðlasetningar í íslenskum kveðskap ættu að vera heilög
og órjúfanleg landamæri milli ljóðs og lausamáls. Annars mun leir
lausamálsins áður en varir flæða yfir grænar grundir ljóðlistarinnar og
kæfa kynborinn gróður.“36
Það voru reyndar ekki bara ljóðstafir sem blönduðust í baráttuna.
Frægur er þessi staður í kvæðinu Vér öreigar eftir Jóhannes úr Kötl -
um:37
(8) Eins og ljóð vort er einfalt og auðskilið
og hirðir ekki um rósfjötra rímsins
né fjólublá faguryrði …
Hér talar skáldið um „rósfjötra rímsins“, en minnist ekki á fjötra ljóð -
stafanna og eins og sýnt er með feitletrun notar hann stuðla. Og
ljóðstafirnir voru lífseigari en svo að þeim yrði varpað fyrir róða á
einni nóttu. Hins vegar urðu orðin „rósfjötrar rímsins“ fleyg, eins og
formbyltingunni hafi fylgt frelsi og lausn úr gömlum viðjum.
Þau átök sem áttu sér stað í tengslum við formbyltinguna eru
flókn ari en svo, að þau snúist eingöngu um formþætti. Eins og Silja
Aðalsteinsdóttir segir í Íslenskri bókmenntasögu V stóð „styrrinn um rím
eða ekki rím í ljóðagerð á Íslandi á 5. og 6. áratug [tuttugustu] aldar -
innar í raun og veru ... minnst um rím heldur nýjar hugmyndir,
uppreisn gegn hefðbundnu gildismati – eða gildishrun – sem ekki
þótti viðeigandi hjá skáldum þjóðar sem var nýbúin að endurheimta
frelsi sitt eftir að hafa verið hjálenda í sjö hundruð ár.“38
En þótt „baráttan“ hafi ekki eingöngu snúist um form virðast
36 Guðmundur Finnbogason (1941:230), sbr. Íslenska bókmenntasögu V (2006:22).
37 Jóhannes úr Kötlum (1949:278).
38 Íslensk bókmenntasaga V (2006:31).