Són - 01.01.2010, Qupperneq 154
KRISTJÁN ÁRNASON154
formsatriðin hafa yfirgnæft umræðuna. Það gerist gjarna í skoðana -
skiptum og deilum sem snúast um stór álitamál að til verða eins konar
merkimiðar eða tákn, sem vísað er til þegar menn draga sig í flokka.
(Þjóðfánar eru dæmigerð svona tákn, eða einkennislitir og merki
stjórnmálaflokka og fótboltaliða.) Þetta urðu að hluta til örlög stuðla
og ríms. Þannig má segja að þessir formþættir hafi fengið nýtt
hlutverk, nýja merkingu sem tákngervi fyrir íhaldssemi og tryggð við
gamlar hefðir, en aftur á móti var háttleysan, það að yrkja órímað, að
einhverju leyti einkennismerki hinna.
Bókmenntaumræðan, sem fram fór á þessum tíma, þar sem form -
þættirnir eru í brennidepli, á sér, eins og áður var bent á, hliðstæðu í
umræðu um „rétt“ og „rangt“ mál, þegar takast á hollvinir tungunnar
og reiðareksmenn. Málpólitík og umræða um málefni íslenskrar
tungu snýst raunar um býsna flókin álitamál og hugmyndafræði, og
oftar en ekki hafa þeir sem taka þátt í umræðunni ekki forsendur til
að skilja alla þá þætti sem þar eru á ferðinni. Um er að ræða „stórpóli -
tískt“ atriði sem tengist ekki síst stöðu tungunnar sem menningar -
fyrirbrigðis í flóknum heimi nútímans, sem snýst oft upp í þras um
það hvernig hún þróast eða á að þróast að formi til. Umræðan færist
þá af málefninu, sem er gildi tungunnar fyrir íslenskt mannlíf, og yfir
á sjálfan hlutinn, málformin. Þarna er þá, eins og oft vill verða, grip-
ið til einfaldra merkimiða til að vísa til „góðrar“ eða „vondrar“ mál-
notkunar, og þannig verða þeir sem segja mér langar taldir síðri mál -
notendur og enginn sannur „vinur tungunnar“ getur verið þekktur
fyrir að tala með þeim hætti. Þessi einfaldi formþáttur fær þannig
félagslega og pólitíska skírskotun. Og svo eru hinir sem finnst nóg um
strangleikann og íhaldssemina og benda á að fleira sé matur en feitt
kjöt og að menn eigi að sýna „umburðarlyndi“ og frjálslyndi. Enn
aðrir gerast málsvarar algers afskiptaleysis og telja að öll málrækt sé
af hinu illa.
Svipað virðist hafa verið uppi á teningnum í hinu bókmenntalega
„stríði“ sem háð var um miðja tuttugustu öld. Þar tókust á róttæk
„atómskáld“ og módernistar og þeir sem héldu í hin gömlu gildi,
þ.m.t. formfestu í kveðskapnum. Bylting átti sér stað, og þótt hún
væri ekki bara formbylting, var formið og tjáningarmátinn í brenni -
depli í umræðunni. Þannig er í Íslenskri bókmenntasögu haft eftir Andra
Snæ Magnasyni (á Hugvísindaþingi 1999) að með því að hafna hefð -
inni hafi menn verið „að leggja niður heilan menningarheim og þeir
sem tilheyrðu honum [hafi] jafnvel ekki [verið] læsir á nýja heiminn“.
Og Andri Snær heldur áfram: „En ég held að það sem kæmist næst