Són - 01.01.2010, Page 158
KRISTJÁN ÁRNASON158
46 Íslensk bókmenntasaga V (2006:32).
47 Steinn Steinar (1988:352). Raunar eru þessi form afar ólík hinni eiginlegu ítölsku
terzínu, sem hefur fimm ris með reglulegri jambískri hrynjandi (sbr. t.d. Óskar Ó.
Halldórsson (1972:76–77)).
48 Steinn Steinar (1988:166).
um Tímanum og vatninu“,46 en hann kom fyrst út árið 1948 og er
eitt af frægustu verkum Steins. Fróðlegt er að skoða hvað í þessari
formlegu fullkomnun felst. Reyndar sagði skáldið sjálft að í þeim
kvæðum fælist engin formbylting, þetta væru „varíeraðar terzínur“.47
Dæmigert er þriðja ljóðið í flokknum, sem er svona og minnir að
formi mjög á Haust í Þjórsárdal:48
(11) Gagnsæjum vængjum
flýgur vatnið til baka
gegn viðnámi sínu.
Hið rauðgula hnoða,
sem rennur á undan mér,
fylgir engri átt.
Handan blóðþyrstra vara
hins brennandi efnis
vex blóm dauðans.
Á hornréttum fleti
milli hringsins og keilunnar
vex hið hvíta blóm dauðans.
Í samræmi við lýsingu skáldsins eru hér þrjár línur í hverju erindi, og
allsstaðar má finna stuðla sem kallast á, oftast milli „lína“, en stund um
innan línu. Þetta mætti hugsanlega kalla ljóðstafasetningu, en samt er
hún ekki regluleg, þannig að hún fylgi fastri forskrift eða sé eins í öllum
vísunum. Við erum hér stödd, ef svo má segja, á mörkum frjálsr ar
stuðlunar og ljóðstafasetningar. Hrynjandin er svipuð og í Hausti í
Þjórsárdal, því oftast nær má lesa hverja línu með tveimur áherslum í
hverri línu: |Gagnsæjum |vængjum / flýgur |vatnið til |baka / |gegn |viðnámi
sínu. Virðist þetta gilda um flest ljóðin í Tímanum og vatninu. En hér er
ein undantekning í þriðja ljóði: Ekki virðist komist hjá því að lesa
lokalínu þess, sem kallast á við síðustu línuna í erindinu á undan, með