Són - 01.01.2010, Side 160
KRISTJÁN ÁRNASON160
51 Sjá Óskar Ó. Halldórsson (1972:72).
52 Snorri Hjartarson (1992:58).
hvort sem börn eða gamalmenni
gengu tröppur hans,
hvort sem íbúar hússins
héldu brúðkaup sitt
eða voru bornir til grafar.
Svona undarlegur
er þessi stigi,
svona óskiljanlegur
í sínum einfaldleika,
eins og lífið sjálft,
eins og veruleikinn
bak við veruleikann.
Fróðlegt er að bera þetta kvæði saman við, ekki bara formbundin ljóð
Steins, heldur líka ljóðin sem hér hafa verið tilfærð úr Ferð án fyrirheits
og Tímanum og vatninu. Ólíkt þeim kvæðum er þessu kvæði ekki skipt
í erindi, og línulengdin er breytileg. Hér er ekki ástæða til að miða
reglulega við tvær áherslur í línu í upplestri, og enn síður er ástæða til
að tala um ljóðstafasetningu sem hluta af formgerð kvæðisins, heldur
væri hér um að ræða frjálsa stuðlun.
VIII Tákngildi ljóðstafanna: hluti af „ljóðmálinu“
Áður er minnst á að Snorri Hjartarson hafi verið nefndur meðal
„brúarsmiða“ á hinum órólegu tímum atómskáldskaparins. Það er eins
með hann og Stein, að bókmenntarannsóknir virðast ekki hafa leitt af
sér skipulega könnun á þeim formum sem hann notar, en þar virðist
vera af nógu að taka. En þótt ekki hafi verið gerðar miklar rannsóknir,
er vel kunnugt að hann yrkir gjarna dýrt og notar formfasta bragar -
hætti (sem ekki eru innlendir), svo sem sonnettu (Marz 1949, einnig
nefnt Land þjóð og tunga) og sestínu (Við ána). Þessir hættir eru afar
flóknir að formi, einkum sestínan, sem er sex erindi með jambískri
hrynjandi, þar sem sömu rímorð og koma fram í fyrsta erindi eru
endurtekin í seinni erindum samkvæmt fastri formúlu, og síðast eru
þrjár línur, þar sem rímorðin eru endurtekin, tvö í hverri línu.51 Þótt
dýrleiki þessa háttar sé ærinn fyrir, lætur Snorri sig ekki muna um að
bæta ljóðstöfum inn í formið eftir íslenskum regl um.52