Són - 01.01.2010, Page 163
UM FORMGILDI OG TÁKNGILDI ÍSLENSKRA LJÓÐSTAFA 163
Hér eru línupör, bundin saman af stuðlum. Annað dæmi er í ljóði nr.
5, sem hefur lengri línur:56
(13) Melgresið svignar í sólhvítum norðangjósti.
Héðan rær enginn oftar á gamalkunn mið.
Þögnin, gráleit, grúfist nú yfir fjöru:
sand, skeljar; svífandi stormfugl; möl.
Enginn rær, enginn brýnir hér báti.
Huga minn fyllir fortíð sem angar af reyr.
Hér er engin lína óstuðluð, þannig að segja má að þær séu bundnar
saman í samræmi við ummæli Ólafs Þórðarsonar um að ljóðstafirnir
haldi kveðskap saman eins og naglar skipi. Og það er engu líkara en
að Hannesi verði allt í einu ljóst, þegar hann hefur ort 10 kvæði með
þessum hætti, hvað er á ferðinni og getur þá ekki orða bundist, held -
ur segir í ljóði nr. 11:57
(14) Stafir eddulegir
einn í línu, eða tveir
sjálfvaktir koma
inn í kvæði þessi, rímlaus
ljóðstafur í móti
ljóðstaf, innan boga
setningar, hugsunar –
eins og væri stuðlaður
hver andardráttur minn!
Hannes er hér eins og fastur í ljóðstöfunum, líkt og Jón Helgason,
þeir eru óaðskiljanlegur hluti af ljóðmálinu.
56 Hannes Pétursson (1980/1988:13).
57 Hannes Pétursson (1980/1988:19).