Són - 01.01.2010, Side 175
AF ÞRÁLÁTUM DAUÐA OG UPPRISUM FRAMÚRSTEFNUNNAR 175
gæfi í skyn að hér væru á ferðinni listsköpun eða bókmenntir er færu
á undan sínum tíma eða a.m.k. ný fagurfræðileg hugsun er myndaði
rof frá hinu gamla og legði grunninn að einhverju nýju. Ég lagði jafn-
framt áherslu á aðferðafræðilega þverstæðu sem hér blasir við: skil-
greining fræðimannsins á tiltekinni fagurfræði í samtímanum sem
framúrstefnu fæli í sér stofnanavæðingu hennar. Sem fræðimenn
kæmum við fram sem fulltrúar hefðarinnar, listastofnunarinnar og
sögunnar og værum því ávallt í tvíbentri stöðu andspænis framúr -
stefn unni. Með því að skilgreina framúrstefnu í samtímanum sem
framúrstefnu gerðum við hana á einhvern hátt að fyrirbæri fortíðar,
með þeim afleiðingum að hún glataði (a.m.k. að einhverju leyti)
þjóðfélagslegri og menningarlegri róttækni sinni.
Loks benti ég á að framúrstefnan er um margt skrýtin skepna. Líkt
og Marjorie Perloff hefur bent á og Tania Ørum hefur minnt á í
grein sem birtist í íslenskri þýðingu, hefur framúrstefnan hneigð til
að birtast einmitt á „óvæntum stað, ekki sem framhald af eldri
framúrstefnuhreyfingum“, heldur þar sem við hefðum síst búist
við.3 Þetta býður þeirri hættu heim, að sá fræðimaður, sem kýs að
ræða um framúrstefnu í samtíma sínum, kunni þegar fram líða
stund ir að reyn ast hafa verið sögulega rangstæður, vegna þess að
þeir straumar í fagurfræði samtímans, sem hann kaus að beina
sjónum að, reyndust þegar upp var staðið hreint ekki jafn fram-
sæknir og honum virtist.
Athugasemdunum var varpað fram við þvingaðar aðstæður og
þær birtu síður en svo niðurstöður áralangra rannsókna. Ég er þó
enn sannfærður um að í þeim búi sannleikskorn, að því leyti að
hugleið ingar um framúrstefnu í samtímanum krefjast sjónarhorns
sem liggur í framtíðinni og eru þannig í eðli sínu ótímabærar. Þau
aðferðafræðilegu vandamál, sem hér er vikið að, spretta af sérstöðu
framúrstefn unnar, sem lítur á eigin fagurfræði sem brot úr framtíð -
inni er greini sig afdráttarlaust frá samtímanum. Líkt og Bernd
Hüppauf hefur bent á, grundvallast verkefni framúrstefnunnar –
eins og hún kom fram á fyrstu áratugum tuttugustu aldar – á
hugmynd um hið ótímabæra sem rekja má aftur til Nietzsches.
Nútímaleg tímavitund framúrstefnunnar liggur í flóttanum fram á
3 Tania Ørum. „Nýframúrstefna sem endurtekning – eða sviptingar framúrstefn -
unnar eftir síðari heimsstyrjöld.“ Þýð. Guðrún Jóhannsdóttir. Ritið, 1/2006, s.
141–157, hér s. 141.