Són - 01.01.2010, Page 177
AF ÞRÁLÁTUM DAUÐA OG UPPRISUM FRAMÚRSTEFNUNNAR 177
fengist við á síðustu árum, og þá grein sem hér birtist,6 sem tilraun til
að afsala mér þessari fjarvistarsönnun og reyna að vinna bug á þeim
fræðilegu óheilindum sem leynast í þögninni um framúrstefnu sam -
tímans. Í umfjölluninni sem fylgir mun ég í það minnsta ekki aðeins
reyna að varpa ljósi á sögu hugmyndarinnar um dauða framúrstefn -
unnar, heldur mun ég einnig reyna að bregða ljósi á fagurfræðileg og
mælskufræðileg einkenni framúrstefnu eins og hún birtist okkur í
íslenskum samtíma.
Á síðustu árum hefur mátt greina aukinn fræðilegan áhuga á
framúrstefnu í samtímanum. Þannig kann það að vera tímanna tákn
að í september 2010 tók ég á ný þátt í pallborðsumræðum á alþjóð -
legri ráðstefnu, að þessu sinni í Poznan, þar sem rætt var um stöðu
framúrstefnunnar í samtímanum. Ráðstefnan var helguð sambandi
hámenningar og lágmenningar í fagurfræði framúrstefnunnar en pall-
borðsumræðurnar báru yfirskriftina „The Future of Avant-garde
Studies“. Í þetta skiptið spruttu upp fjörugar umræður um viðfangs -
efnið, þar sem tekist var á við breytta stöðu framúrstefnu og framúr -
stefnurannsókna á tímum hnattvæðingar. Deilt var um gildi breyttra
markaðs- og þjóðfélagsaðstæðna og leitast við að lýsa möguleikanum
(eða ómöguleikanum) á framúrstefnu á okkar tímum. Þá breyttu
afstöðu sem hér mátti greina má án efa rekja að hluta til þess að sam-
setningin á hópi fræðimannanna var önnur – hér voru saman komnir
einstaklingar sem höfðu fengist mun meira við samtímann en á þing-
inu í Gent fimm árum fyrr. En breytt afstaðan kann einnig að benda
til þess að umræðan um framúrstefnuna sé í auknum mæli farin að
snúa að samtímanum.
6 Margar athugasemdir sem hafa ratað inn í þessa grein hef ég áður sett fram í fyrir-
lestrum um efnið. Hér má í fyrsta lagi nefna fyrirlesturinn „The Death of Which
Avant-Garde?“ sem fluttur var á ráðstefnunni „Avant-Garde Now!?“ við háskólann
í Gent, í marsmánuði árið 2005. Í öðru lagi byggir hluti greinarinnar á fyrirlestri
sem fluttur var á ljóðaþingi Torfhildar 11. nóvember 2005 og bar heitið
„Yfirlýsingagleði og nýframúrstefna. Um hefðarvitund og nýsköpun í íslenskri
samtímaljóðlist“. Einnig hafa ratað inn í textann ýmsar hugleiðingar sem ég viðraði
fyrst í ritdómi um ljóðabókasyrpu Nýhils, Norrænar bókmenntir, en sá ritdómur
var fluttur í Víðsjá dagana 4. og 5. júlí 2006. Loks má nefna erindi sem flutt var á
upplestrarkvöldi ungra íslenskra skálda í Iðnó, þann 23. apríl 2009, undir
yfirskriftinni „Um nýjabrum, illgresi og kyrkingslegan gróður í íslenskum men-
ningarjarðvegi. Tilraun til frjógreiningar á íslenskri samtímaljóðlist“. Ég vil þakka
öllum þeim sem brugðust við áðurnefndum erindum með gagnrýnum hætti. Án
þeirrar gagnrýni hefði margt verið verr ígrundað í þessari grein en raunin þó varð.