Són - 01.01.2010, Qupperneq 178
BENEDIKT HJARTARSON178
7 Það yfirlit um ólíkar kenningar um framúrstefnu sem hér er sett fram byggir að
nokkru leyti á samantekt Huberts van den Berg, sjá: „Kortlægning af gamle spor
af det nye. Bidrag til en historisk topografi over det 20. århundredes europæiske
avantgarde(r).“ Þýð. Claus Bratt Østergaard og Tania Ørum. En tradition af opbrud.
Avantgardernes tradition og politik, ritstj. T. Ørum, Marianne Ping Huang og Charlotte
Engberg. Hellerup: Spring, 2005, s. 19–43, hér s. 20–22. Sjá einnig: Fernand
Drijkoningen. „Inleiding“. Historische Avantgarde. Programmatische teksten van het
Italiaanse Futurisme, het Russisch Futurisme, Dada, het Constructivisme, het Surrealisme en het
Tsjechisch Poëtisme, ritstj. F. Drijkoningen og Jan Fontijn. Amsterdam: Drie Grachten,
1982, s. 11–51.
8 Sjá: Peter Bürger. Theorie der Avantgarde. Frankfurt am Main: Suhrkamp, 1974;
Clement Greenberg. „Avantgarde and Kitsch.“ Art in Theory 1900-1990. An
Anthology of Changing Ideas, ritstj. Charles Harrison og Paul Wood. Oxford,
Cambridge: Blackwell, 1992, s. 529–541; José Ortega y Gasset. „La Deshuman -
ización del arte.“ La Deshumanización del arte y otros ensayos de estética. Madrid: Alianza,
1984, s. 11–54.
9 Sjá: Walter Benjamin. „Listaverkið á tímum fjöldaframleiðslu sinnar“. Þýð. Árni
Óskarsson og Örnólfur Thorsson. Fagurfræði og miðlun. Úrval greina og bókakafla, ritstj.
Ástráður Eysteinsson. Reykjavík: Bókmenntafræðistofnun Háskóla Íslands, 2008,
s. 549–587; John F. Moffitt. Alchemist of the Avant-Garde. The Case of Marcel Duchamp.
Albany: State University of New York Press, 2003; Celia Rabinovitch. Surrealism and
the Sacred. Power, Eros, and the Occult in Modern Art. Colorado, Oxford: Westview Press,
2004; Roger Lipsey. The Spiritual in Twentieth Century Art. Mineola, New York: Dover,
1988; Linda D. Henderson. The Fourth Dimension and Non-Euclidian Geometry in Modern
Art. Princeton, New Jersey: Princeton University Press, 1983.
I Framúrstefnan er dauð! Lengi lifi framúrstefnan!
Kenningar um framúrstefnu á tuttugustu öld eru margbreytilegar og
lítil sátt ríkir um megineinkenni hennar.7 Einn hópur fræðimanna (hér
má nefna Peter Bürger og þá fræðimenn sem hafa fetað í fótpor hans)
leggur megináherslu á lýðræðislega viðleitni framúrstefnunnar til að
sameina list og lífshætti á meðan annar hópur fræðimanna (þ. á m.
Clement Greenberg og José Ortega y Gasset) leggur áherslu á listræn -
an elítisma framúrstefnunnar.8 Walter Benjamin og fræðimenn, sem
hafa byggt umfjöllun sína á kenningum hans, líta á framúrstefnuna
sem rökvæðingu listarinnar, sem sé svipt trúarlegri áru sinni og gerð
að virku þjóðfélagslegu afli, á meðan aðrir fræðimenn (þ. á m. John F.
Moffitt, Celia Rabinovitch, Roger Lipsey og Linda D. Henderson)
beina sjónum að tengslunum sem greina má á milli fagurfræði
framúrstefnunnar og nýrra trúarhugmynda á sviði dulspeki á fyrri
hluta tuttugustu aldar.9 Einn hópur fræðimanna (þ. á m. David Weir,
Hubert van den Berg, Fernand Drijkoningen og Julia Kristeva) leggur
áherslu á tengsl framúrstefnu við stjórnmálahugmyndir anarkisma og