Són - 01.01.2010, Page 179
AF ÞRÁLÁTUM DAUÐA OG UPPRISUM FRAMÚRSTEFNUNNAR 179
10 Sjá: David Weir. Anarchy and Culture. The Aesthetic Politics of Modernism. Amherst:
University of Massachusetts Press, 1997; Hubert van den Berg. Avantgarde und
Anarchismus. Dada in Zürich and Berlin. Heidelberg: Winter, 1999; Fernand
Drijkoningen. „Surréalisme et anarchisme entre les deux guerres.“ Anarchia, ritstj.
F. Drijkoningen og Dick Gevers. Amsterdam, Atlanta: Rodopi, 1989: 40–66; Julia
Kristeva. La Révolution du langage poétique. L’Avant-garde à la fin du XIXe siècle.
Lautréamont et Mallarmé. París: Seuil, 1974; Andrew Hewitt. Fascist Modernism.
Aesthetics, Politics, and the Avant-Garde. Stanford, California: Stanford University
Press, 1993; Boris Groys. Gesamtkunstwerk Stalin. Die gespaltene Kultur in der
Sowjetunion. Þýð. Gabriele Leupold. München: Hanser, 1996; Thomas Hecken.
Avantgarde und Terrorismus. Rhetorik der Intensität und Programme der Revolte von den
Futuristen bis zur RAF. Bielefeld: Transcript, 2006.
11 Sjá: Renato Poggioli. The Theory of the Avant-Garde. Þýð. Gerald Fitzgerald. London:
Belknap Press, 1968; Hanno Ehrlicher. Die Kunst der Zerstörung. Gewaltphantasien und
Manifestationspraktiken europäischer Avantgarden. Berlín: Akademie Verlag, 2001; Ástráð -
ur Eysteinsson. The Concept of Modernism. Ithaca: Cornell University Press, 1990.
róttæka gagnrýni á allar myndir pólitískrar alræðishyggju, á meðan
aðrir fræðimenn (þ. á m. Andrew Hewitt, Boris Groys og Thomas
Hecken) greina í fagurfræði framúrstefnunnar spor pólitískrar alræðis -
hyggju.10 Einn hópur fræðimanna sér í verkefni framúrstefn unnar rót-
tækt rof frá fagurfræði symbólisma og estetisma (hér má aftur nefna
Bürger og sporgöngumenn hans) á meðan annar hópur fræðimanna
(þ. á m. Renato Poggioli, Hanno Ehrlicher og Ástráður Eysteinsson)
greinir mikilvæg tengsl hér á milli eða lítur á framúrstefnuna sem
hluta af breiðara samhengi módernískrar fagurfræði á tuttugustu
öld.11 Upptalninguna mætti lengja til muna í því skyni að draga enn
skýrar fram þversagnirnar sem blasa við þegar litið er yfir skrif fræði-
manna um framúrstefnuna.
Hvað sem líður öllum þversögnum má þó greina ákveðna sátt í
flestum þeim ólíku kenningum sem hér um ræðir: framúrstefnan er
dauð, tími hennar er á einhvern hátt liðinn, verkefni hennar er komið
í þrot, hún stefnir í átt til glötunar, í það minnsta er hún stödd í áður
óþekktri kreppu sem hún þarf að takast á við. Hið fræðilega viðhorf
byggir vitaskuld á ólíkum forsendum og vert er að hafa í huga að á
meðan sumir fræðimenn fagna endalokum framúrstefnunnar, harma
aðrir þetta hlutskipti og telja það til vitnis um harmræn örlög fram-
sækinnar listsköpunar og jafnvel gagnrýninnar hugsunar á okkar
síðkapítalísku tímum. Einnig er vert að undirstrika að grundvallar-
munur er á því hvort lýst er yfir endalokum framúrstefnunnar (sem
liðins tímabils sem þá er hægt að sækja til með margvíslegum hætti),
verkefni hennar er talið hafa misheppnast (þannig að hægt sé að taka
upp þráðinn og reyna aftur við breyttar þjóðfélagslegar aðstæður) eða