Són - 01.01.2010, Page 184
BENEDIKT HJARTARSON184
25 Sjá: Hubert van den Berg. „The Life and Death of the Avant-garde on the
Battlefield of Rhetoric – and Beyond“. Forum. The University of Edinburgh Postgraduate
Journal of Culture and the Arts, 1/2005, s. 1–10, hér s. 3. Rafrænt tímarit:
http://forum.llc.ed.ac.uk/archive/01/index.php (sótt 18.10.2010).
Í þessum skilningi er framúrstefnan alltaf fyrirbæri fortíðar – og
máli skiptir að hugtakið „avant-garde“ festist ekki í sessi sem fræðilegt
og sögulegt greiningarhugtak fyrr en með tilkomu þeirra nýfram úr -
stefnuhreyfinga sem koma fram eftir heimsstyrjöldina síðari. Það er
ekki fyrr en með þessum hreyfingum sem myndast einhvers konar
(her)fylking sem gerir kleift að líta á sögulegu framúrstefnuna sem
framvarðarsveit er hafi lagt grunninn að listsköpun framtíðar – fram -
tíðar sem skyndilega verður sýnileg með nýframúrstefnunni. „Avant-
garde“ eða „framúrstefna“ verður með öðrum orðum til og mótast
sem sögulegt flokkunarhugtak á eftirstríðsárunum. Mikilvægt er að
hugtakið tilheyrir í senn orðræðu þeirra nýju listhreyfinga sem kjósa
að sækja inn á brautir er fyrri hreyfingar höfðu rutt og þeirri fræði-
legu umræðu sem hefst með ritun á sögu ismanna. Þannig mætti í
raun hafa endaskipti á röksemdafærslunni sem sett var fram í aðfarar -
orðum þessarar greinar: fræðileg umræða um framúrstefnu í sam -
tímanum felur ekki í sér stofnanavæðingu hennar, heldur er það ein-
mitt sá fræðilegi gjörningur sem felst í að svipta framúrstefnunni inn
í stofnanabundið rými sögu og hefðar sem gerir hana að framúr -
stefnu, ljær henni þá menningarlegu róttækni og framsækni sem gefur
henni gildi fyrir samtímann.
II Er framúrstefnan dauð –
eða lyktar hún bara dálítið skringilega?
Þegar rætt er um dauða framúrstefnunnar stendur eftir áleitin spurn-
ing: hvernig stendur á því að stöðugt er verið að lýsa yfir dauða
framúrstefnunnar en ekki annarra strauma í evrópskri lista- og menn -
ingarsögu, s.s barokks, klassíkur eða rómantíkur?25 Vissulega er jafn -
an litið á þessa strauma sem fagurfræði liðins tíma, hitt er þó sjaldgæft
að fræðimenn lýsi yfir dauða þeirra. Ein meginástæðan er sú að hug-
takið framúrstefna hefur þjónað innan fræðilegrar umræðu sem
hugmyndafræðileg kví, sem skírskotar til róttækra fagurfræðilegra
hug mynda um þjóðfélagslega virkni listarinnar, fremur en sem
hefðbundið menningarsögulegt eða flokkunarfræðilegt hugtak. Hér
skipt ir einnig máli að hin fræðilega orðræða um framúrstefnuna hefur