Són - 01.01.2010, Page 188
BENEDIKT HJARTARSON188
37 Peter Bürger. „Sjálfstæði listarinnar og vandi þess innan borgaralegs samfélags“.
Þýð. Benedikt Hjartarson. Ritið, 1/2006, s. 227–250, hér s. 249.
38 Sama rit, s. 248 og s. 250.
39 Sama rit, s. 248.
þeir telja einkenna þá hugmynd). Í öðru lagi eru hreyfingar sem
kenna má við nýframúrstefnu. Í þeim tilvikum tengjast yfirlýsingar
um dauða framúrstefnunnar hugmyndinni um hringrás sem áður er
nefnd: nýjar hreyfingar lýsa yfir dauða þeirra sem á undan fóru til
að stíga fram sem löggiltir talsmenn framúrstefnu á nýjum tímum.
Í þriðja lagi má hér nefna þann hóp gagnrýnenda sem lokar framúr -
stefnuna af í fortíðinni í því skyni að halda sjálfir uppi merkjum henn -
ar. Framúrstefnan er gerð að arfleifð fortíðar sem fræðimennirnir sjálf -
ir leitast við að halda á lífi í sögulegum túlkunum og róttækri þjóð -
félagsgreiningu. Þessi þriðji hópur er sérstakrar athygli verður þegar
leitast er við að gera grein fyrir hugmyndinni um dauða framúrstefn -
unnar, enda hefur hann verið fyrirferðarmestur í þeirri umræðu.
Skýrt dæmi um gagnrýni af þessu tagi má finna í riti Bürgers,
Theorie der Avantgarde. Að hans mati misheppnaðist það ætlunarverk
framúrstefnunnar að „upphefja hina sjálfstæðu list, í þeim skilningi að
listin renni saman við lífshætti“, vegna þess að „[þ]etta hefur ekki átt
sér stað og getur ekki átt sér stað í borgaralegu þjóðfélagi nema í
mynd falskrar upphafningar á sjálfstæðri list“.37 Viðbrögð menningar-
iðnaðarins fela að mati Bürgers í sér, að litið er „á andóf sögulegu
framúrstefnunnar gegn listastofnuninni sem list“ – sjálf atlagan að hinu
borgaralega listhugtaki verður að viðteknum listgjörningi og listin
verður „ekki tæki til frelsunar heldur undirgefni“.38 Lýsing Bürgers á
verkefni sögulegu framúrstefnunnar mótast í andstöðu við nýframúr -
stefnuna í samtíma hans – hann tekur sér fyrir hendur að varðveita
hið upprunalega verkefni framúrstefnunnar andspænis útþynntum
tilbrigðum og innantómri gagnrýni nýframúrstefnunnar, sem „upp -
ræt ir ekki hugmyndina um sköpunargáfu einstaklingsins heldur
staðfestir hana“.39 Fræðimaðurinn stúkar framúrstefnuna af í fortíð -
inni og gerist sjálfskipaður talsmaður verkefnis hennar – leiðin liggur
ekki frá sögulegu framúrstefnunni til nýframúrstefnunnar heldur frá
sögulegu framúrstefnunni inn í fræðilega orðræðu um framúrstefn -
una.
Kenning Bürgers er lýsandi dæmi um hneigð sem greina má í
víðara samhengi fræðanna. Hugmyndin um dauða framúrstefnunnar
er tengd stofnanavæðingu hennar í þjóðfélagi síðkapítalismans og