Són - 01.01.2010, Page 189
AF ÞRÁLÁTUM DAUÐA OG UPPRISUM FRAMÚRSTEFNUNNAR 189
40 Um hugtakið menningariðnaður, sjá nánar: Max Horkheimer og Theodor W.
Adorno. „Menningariðnaður. Upplýsing sem múgsefjun“. Þýð. Benedikt
Hjartarson. Áfangar í kvikmyndafræðum, ritstj. Guðni Elísson. Reykjavík: Forlagið,
2003, s. 234–271.
41 Matei Calinescu. Five Faces of Modernity. Modernism, Avant-Garde, Decadence, Kitsch,
Postmodernism. Durham: Duke University Press, 1987, s. 120–121.
42 Andreas Huyssen. After the Great Divide. Modernism, Mass Culture, Postmodernism.
Bloomington, Indianapolis: Indiana University Press, 1986, s. 6.
43 „Brjóstfylking“ er hér notað sem þýðing á hugtakinu „avant-garde“ með hliðsjón
af upprunalegri merkingu þess, sem vísar til framvarðarsveitar eða brjóstfylkingar
í hernaði. Sögu orðsins innan hernaðar má rekja aftur til tólftu aldar, en hugtak-
inu er fyrst beitt til að lýsa nýjum straumum í bókmenntum og listum á fyrri hluta
nítjándu aldar, í skrifum útópískra sósíalista. Sjá nánar um sögu hugtaksins:
Benedikt Hjartarson. „Inngangur“. Yfirlýsingar. Evrópska framúrstefnan. Reykjavík:
Hið íslenzka bókmenntafélag, 2001, s. 9–86, hér s. 20–33.
44 Huyssen. After the Great Divide, s. 6–7.
bent er á hvernig róttæk listsköpun hennar tekur sér stöðu sem hver
annar varningur – sem nýjasta nýtt – á markaðstorgi menningar -
iðnaðarins.40 Þannig fullyrðir t.a.m. Matei Calinescu, á ólíkan en þó
skyldan hátt, að harmræn örlög framúrstefnunnar tengist á írónískan
hátt „undraverðum en óviljandi árangri hennar“, þegar hún hafi
orðið ein „mikilvægasta goðsögn menningarinnar á sjötta og sjöunda
áratugnum“.41 Í þessu samhengi má einnig benda á greiningu
Andreas Huyssen á því hvers vegna „framúrstefnan hafi glatað menn -
ingarlegum og pólitískum sprengikrafti sínum“.42 Á nostalgískum
nótum ræðir Huyssen um þá „einingu pólitískrar og listrænnar brjóst-
fylkingar [avant-garde43] sem nú sé glötuð“ og verði ekki endur -
lífguð.44 Samkvæmt Huyssen einkennast áratugirnir eftir stríð af því
að framúrstefnan er innlimuð í menningariðnaðinn. Brugðið er upp
mynd af sögu hennar sem hnignunarferli er liggur frá fæðingu ósvik -
innar, kraftmikillar og byltingarkenndrar framúrstefnu til hnignunar
og loks dauða í siðmenningu síðkapítalismans (hér verður vart hjá því
komist að greina kaldhæðnislegan enduróm frá lífrænni söguskoðun í
anda Spenglers). Hér má glögglega sjá hvernig frásögnin af dauða
framúrstefnunnar er tengd gagnrýnu sjónarhorni fræðimannsins á
samtímann. Með því að lýsa yfir dauða framúrstefnunnar skapar
menningargagnrýnandinn sér rými þaðan sem hann getur greint
þjóðfélag samtímans utanfrá – hann gengur inn í ímyndað rými upp -
runalegrar framúrstefnu fyrir tíma menningariðnaðar og stofn ana -
væðingar. Í texta Huyssens verður framúrstefnan að útópísku rými
sem er stúkað af í fortíðinni sem neikvæð spegilmynd þeirrar sam -
tímamenningar sem hann gagnrýnir.