Són - 01.01.2010, Qupperneq 190
BENEDIKT HJARTARSON190
45 Hal Foster. „Hver er hræddur við nýframúrstefnuna?“ Þýð. Steinunn
Haraldsdóttir. Ritið, 1/2006, s. 251–282, hér s. 264.
46 Robert Jensen. Marketing Modernism in Fin-de-siècle Europe. Princeton, New Jersey:
Princeton University Press, 1994, s. 10.
47 Paul Mann. The Theory-Death of the Avant-Garde. Bloomington, Indianapolis:
Indiana University Press, 1991, s. 15.
Söguskoðun af þessu tagi er ekki óalgeng í umfjöllun um framúr -
stefnuna, þar sem hinar sögulegu hreyfingar eru oft sveipaðar hetju -
ljóma en nýframúrstefnuhreyfingar eftirstríðsáranna verða að hjákát -
legum og á einhvern hátt tímaskökkum eftirhreytum eða tálmyndum
er berjast við ofurvald hins síðkapítalíska þjóðfélags – líkt og Hal
Foster hefur bent á má t.a.m. finna skýr ummerki slíks ferlis hjá
Bürger, þar sem nema má bergmál frá orðum Marx um stórviðburði
og endurtekningar sögunnar: framúrstefnan birtist „í fyrsta skipti sem
harmleikur, það seinna sem farsi“.45 Þótt lýsa megi eftirstríðsárunum
að nokkru leyti sem aðlögun á fagurfræði framúrstefnunnar að lög -
málum menningariðnaðarins, er slík andstæðumyndun, sem byggir á
þjóð félagslegri róttækni framúrstefnunnar fyrir stríð annars vegar en
markaðsvæðingu hennar á eftirstríðsárunum hins vegar, um margt
vafasöm. Líkt og Robert Jensen hefur bent á fylgja hugtök eins og
„sjáandi“ eða „spámaður“ framsækinni listsköpun ekki aðeins allt frá
síðari hluta nítjándu aldar, heldur búa þau allt frá upphafi yfir mögu -
leikum til markaðssetningar, þar sem hið framsækna listaverk er gert
að fýsilegri fjárfestingu til framtíðar. Þannig þjónar „markaðsorð ræðan
sem hugmyndafræðileg málsvörn bæði fyrir fagurfræðilegan módern -
isma og framúrstefnu [...] allt frá fæðingu þeirra til andláts“46 – og jafn-
vel ímynd utangarðsmannsins eða „misskilda snillingsins“ getur í slíku
samhengi orðið að öflugu markaðstæki. Hið sögulega samhengi fram-
sækinnar listsköpunar, róttækrar þjóðfélagsgagnrýni og markaðsvæð -
ing ar er mun flóknara og margbrotnara en hefðbund in frásagnarlíkön
sem lýsa þróun hennar sem samfelldu hnignunarferli gefa í skyn.
Þegar litið er til framúrstefnunnar og framhaldslífs hennar er rit
Pauls Mann, The Theory-Death of the Avant-Garde frá árinu 1991, enn
fært um að varpa fram ögrandi spurningum um hlutdeild fræði-
mannsins í „dauða“ framúrstefnunnar. Líkt og Mann bendir á er
„orðræðan um dauða framúrstefnunnar“ um leið „orðræða um end -
urheimt henn ar“.47 Upphaf hinnar fræðilegu umræðu um framúr -
stefnuna markar í senn endalok hennar sem fagurfræðilegs verkefnis
og upphaf fram haldslífs hennar innan fræðanna, þar sem gildi þessa
verkefnis er skorð að af veggjum hinnar akademísku umræðu – enda