Són - 01.01.2010, Side 193
AF ÞRÁLÁTUM DAUÐA OG UPPRISUM FRAMÚRSTEFNUNNAR 193
48 Viðar Þorsteinsson. „Nýhil, eða vandi hins nýja“. Skírnir, vor 2006, s. 207–211,
hér s. 209 og s. 211.
49 Ástráður Eysteinsson. „Orðin send á vettvang. Um ljóðabækur 2005“. Tímarit
Máls og menningar, 3/2006, s. 6–17, hér s. 17 og s. 7.
50 Bürger, „Sjálfstæði listarinnar“, s. 250.
51 Eiríkur Örn Norðdahl og Kári Páll Óskarsson. „Formáli: Tvíradda: Syngjandi:
Vei!“ Af steypu, ritstj. Eiríkur Örn Norðdahl og Kári Páll Óskarsson. Reykjavík:
Nýhil, 2009, s. 7–17, hér s. 9–10.
í íslenskum bókmenntum“.48 Lýsingin á fæðingu hins nýja virðist vísa
ótvírætt til upphafs nýs tíma, en þegar litið er til hefðar framúrstefn -
unnar reynist myndmálið sem hér er gripið til eiga sér langa sögu. Á
þversagnakenndan hátt felur yfirlýsingin um fæðingu hins nýja í sér
endurvinnslu fyrirliggjandi hefðar og í raun má lýsa yfirlýsingunni
sem aldargamalli tuggu. Hér blasir það við, sem Ástráður Eysteinsson
hefur bent á, í umfjöllun um ljóðabækur ársins 2005, að „framúr -
stefna þessa gustmikla hóps byggir einnig á hefð“ og sú spurning
vaknar hvort „flestir eða jafnvel allir [yrki] með hefðbundnu móti í
byrjun nýrrar aldar?“49 Þeirri spurningu er erfitt að svara öðruvísi en
játandi á okkar póstmódernu tímum. Lykilspurningin hlýt ur þó að
snúa að því hvaða hefð hér er byggt á, sem og virkni hennar í íslensk -
um samtíma. Hér vaknar einnig sú spurning hvers vegna mælskulist
framúrstefnunnar er endurtekin í grein Viðars með þessum hætti,
þannig að yfirlýsingar hans hljóma eins og orð uppvaknings. Freist -
andi virðist að túlka endurtekninguna sem birtingar mynd innan -
tómrar gagnrýni er gegnsýri fagurfræði nýframúr stefn unnar og leiði
til þess að bókmenntirnar verði „ekki tæki til frelsunar heldur undir -
gefni“, svo aftur sé vísað til orða Bürgers.50 Við nánari athugun
reynist þó annað og meira búa að baki.
Áður en lengra er haldið er gagnlegt að bregða upp mynd af þeirri
hefð framúrstefnu sem Nýhil-hópurinn sækir til í starfsemi sinni.
Safnritið Af steypu, sem gefið var út af Eiríki Erni Norðdahl og Kára
Páli Óskarssyni árið 2009, veitir glögga innsýn í þessa hefð og for -
sendurnar sem liggja úrvinnslu hennar til grundvallar. Ritið er helgað
„konkretljóðum, myndljóðum, hljóðljóðum“ og „öðrum tegundum
„efnislegrar“ ljóðlistar“ þar sem „[e]indir tungumálsins […] og rökvísi
eindanna eru í öndvegi“.51 Auk erlendra fræðigreina og verka eftir
íslenska höfunda má hér finna hlið við hlið texta úr samhengi
sögulegu framúrstefnunnar (þ. á m. eftir Guillaume Apollinaire og
Gertrude Stein), verk úr samhengi konkretljóðlistar, Oulipo og ann -
arra nýframúrstefnuhreyfinga eftirstríðsáranna (þ. á m. eftir Eugen