Són - 01.01.2010, Qupperneq 194
BENEDIKT HJARTARSON194
52 Sama rit, s. 12.
53 Sama rit, s. 9.
54 Eiríkur Örn Norðdahl. „Þú ert pípa“. 131.839 slög með bilum, ritstj. og þýð. Eiríkur
Örn Norðdahl. Reykjavík: Nýhil, 2007, s. 5–13, hér s. 6. Varðandi tengsl Nýhils
og alþjóðlegrar framúrstefnuljóðlistar samtímans má hér einnig benda á umfjöllun
Eiríks Arnar um flarf-ljóðlist og ljóðagerð Christians Bök, Kenneths Goldsmith og
Leevis Lehto: „Fjórar gerlaprufur úr framandi framúrstefnuljóðlist“. Tímarit Máls
og menningar, 2/2006, s. 37–49.
Gomringer, Mary Ellen Solt og François Le Lionnais) og verk eftir
alþjóðlegan hóp samtímaskálda (þ. á m. Derek Beaulieu, Kenneth
Goldsmith, Jessicu Smith og Jean-Michel Espitallier). Yfirlýst markmið
ritsins er ekki aðeins að gefa yfirsýn um nýja strauma í alþjóðlegri
samtímaljóðlist heldur einnig innsýn í þá hefð sem hún tilheyrir, að
sýna að „það er nefnilega samhengi í listasögunni“ og „hinar fjöl -
mörgu framúrstefnuhreyfingar tuttugustu aldar [bera] óvænta ávexti“
þegar „yngri samtímahöfundar finna í þeim hin nytsamlegustu tól“.52
Brugðið er upp mynd af órofinni hefð tilraunaljóðagerðar sem teygir
sig frá upphafi tuttugustu aldar (með þráðum sem rekja má mun
lengra aftur) til samtímans. Í ritinu má raunar einnig finna sýnisdæmi
þess sem ritstjórarnir kalla „vísi að hefð fyrir konkret- eða mynd -
ljóðlist“53 hér á landi (þ. á m. ljóð eftir Ásgeir Kristin Lárusson, Óskar
Árna Óskarsson, Ísak Harðarson, Gyrði Elíasson og Anton Helga
Jónsson) en megináherslan er á verk erlendra ljóðskálda. Lagður er
grunnur að samræðu við alþjóðlega hefð tilraunaljóðsins í því skyni að
brjóta upp ríkjandi íslenska ljóðhefð og veita inn í hana nýjum fagur -
fræðilegum straumum. Hliðstæða aðferð má sjá í þýðingasafninu
131.839 slög með bilum sem gefið var út af Eiríki Erni árið 2007. Safnið
hefur að geyma sýnisdæmi alþjóðlegrar framúrstefnuljóðlistar, þar sem
megináhersla er lögð á samtímaverk (eftir ljóðskáld á borð við Leevi
Lehto, Sharon Mesmer, Christian Bök o.fl.) en einnig eru birtar þýð -
ingar á eldri ljóðum (m.a. eftir Charles Bukowski, e.e. cummings og
Hans Magnus Enzensberger), þar sem merking tungumálsins er „rifin
og teygð, og fýsískir eiginleikar þess (hljóð og mynd) rifnir og teygð -
ir“.54 Einnig má hér benda á safnritið Af ljóðum frá 2005, sem hefur að
geyma texta eftir íslenska og erlenda höfunda, en það leggur grunninn
að samræðu íslenskrar og erlendrar samtímaljóðlistar. Loks má í þessu
samhengi nefna ljóðahátíðir Nýhils, sem haldnar hafa verið árlega frá
2005 og hafa þjónað sem mikilvægur vettvangur slíkrar samræðu, þar
sem margvíslegar nýjungar í alþjóðlegri ljóðagerð hafa verið kynntar
inn í íslenskt bókmenntakerfi.