Són - 01.01.2010, Síða 195
AF ÞRÁLÁTUM DAUÐA OG UPPRISUM FRAMÚRSTEFNUNNAR 195
55 Eiríkur Örn Norðdahl. „Dánarrannsóknir og morðtilraunir – vaðið á ljóðum á
skítug um skónum“. Tímarit Máls og menningar, 3/2004, s. 39–48, hér s. 40.
56 Sama rit, s. 40.
57 Sama rit, s. 39.
58 Sama rit, s. 43.
Tengsl Nýhil-hópsins við hefð framúrstefnunnar birtast þó ekki síst
í endurfæðingu yfirlýsingaformsins. Hópurinn hefur sent frá sér
nokk urn fjölda prógrammatískra texta þar sem tekin er skýr afstaða
til íslenskrar ljóðhefðar og settar eru fram herskáar kröfur um rót tæka
endurnýjun hennar. Í textunum brýst víða fram frekjuleg rödd, tónn -
inn er sjálfbirgingslegur og aðgangsharður og honum er vísvitandi
ætlað að ögra lesendum (eða a.m.k. hluta þeirra). Lýsandi dæmi um
þessa mælskulist má finna í texta Eiríks Arnar, „Dánarrannsóknir og
morðtilraunir“, frá árinu 2004. Höfundurinn setur fram harða gagn-
rýni á íslenska samtímaljóðlist og fjallar um dauða ljóðsins sem er
myndgert sem dauðvona sjúklingur í öndunarvél. Meinsemdirnar
sem herja á ljóðið eru útlistaðar í ýtarlegu máli. Skáldin eru sögð
„gegn sýkt af vemmilegheitum, ljóðandi út úr sér lífinu eins og lífið lifi
í eyðunum“55 og læknir sem tekur til máls í frásögn textans, sem er
sviðsett á sjúkrahúsi, fullyrðir:
[L]jóðið er vart með lífsmarki. Hefur ekki sagt neitt markvert í
árafjöld, stamar upp úr sér Tímanum og vatninu á góðum degi
– stundum held ég það sé hreinlega ekki með réttu ráði – auk
þess er höfuð þess þyngra en svo að herdeildir sjúkraliða fái lyft.
Það ku nefnilega hellt fullt af myrkri.56
Spjótunum er beint að hefðarveldi íslenskrar nútímaljóðlistar með
kaldhæðnislegum vísunum í Stein Steinarr, Sigfús Daðason og Jóhann
Sigurjónsson. Gegn þeirri ljóðhefð sem byggir á ögun, fágun og vand-
virkni er beint ljóðlist komandi kynslóðar sem iðar af lífi og kallað er
eftir „ljóð[i] með rafmagnsgítar“, með „tunguna út í loftið“ og „krútt -
kynslóðar-lopahúfu og iMac“.57 Loks lýsir mælandinn yfir: „Þegar
við hrópum „RÆS!!!“ viljum við engar mannleysur um borð. Enga
geispa upp á dekki, þakka þér fyrir. Engin andvörp.“58
Í texta Eiríks Arnar kveður við dólgslegan tón sem ekki hefur
verið áberandi í íslenskri bókmenntaumræðu. Mælskulistin er þó
kunn ug leg úr samhengi evrópskrar framúrstefnu og hér má greina
skýran enduróm þeirrar hefðar yfirlýsinga eða manifestóa sem hefur