Són - 01.01.2010, Side 196
BENEDIKT HJARTARSON196
59 Um mælskufræðilega hefð yfirlýsinganna hef ég fjallað ítarlega á öðrum vett vangi,
sjá: Benedikt Hjartarson. „Myths of Rupture. The Manifesto and the Concept of
„Avant-Garde““. Modernism, ritstj. Ástráður Eysteinsson og Vivian Liska.
Amsterdam, Philadelphia: John Benjamins, 2007, s. 173–194. Um samband stríðs-
dýrkunar, ofbeldis, kynjahyggju og yfirlýsingaformsins í skrifum Marinettis, sjá
m.a.: Cinzia Sartini Blum. The Other Modernism. F. T. Marinetti’s Futurist Fiction of
Power. Berkeley: University of California Press, 1996.
60 Hér hefur verið stuðst við þýska þýðingu textans sem birtist sama ár: Lioubomir
Mitzitch. „No Made in Serbia. Zenitosophie, oder Energetik des schöpferischen
Zenitismus“. Þýð. Nina-Naj. Der Sturm, 4/1924, s. 219–226, hér s. 221.
61 Sjá: F.T. Marinetti. „Tuons le clair de lune“. Futurisme. Manifestes – Proclamations –
Documents, ritstj. Giovanni Lista. Lausanne: L’Âge d’homme, 1973, s. 105–112.
gegnt lykilhlutverki í starfsemi framúrstefnunnar allt frá útgáfu stofn -
unaryfirlýsingar ítalska fútúrismans árið 1909. Hér er ekki aðeins átt
við þau skörpu kynslóðaskil sem dregin er upp mynd af í textanum
og lýsingu Eiríks Arnar á andstæðingunum sem „mannleysum“ er
lítt dugi á sjó, þar sem greina má bergmál af þeirri upphafningu
æsku þróttar, manndóms og karllegra gilda sem setur skýran svip á
stefnu yfirlýsingar ítalska fútúrismans og margra annarra hreyfinga,
heldur einnig það myndmál sjúkleika, rotnunar og dauða (sem og
undirliggj andi fæðingar) sem sótt er í yfirlýsingahefð framúrstefn -
unnar.59 Myndmálið – sem vissulega hefur yfir sér nokkuð sér -
íslensk an blæ – er komið í beinan karllegg frá sögulegu framúrstefn -
unni og uppreisn hennar gegn þeirri hefð sem hún taldi þjakaða af
dauðaþrá, rotnun og getuleysi „menningarlegra geldinga“, svo vitn -
að sé í yfirlýsingu eftir serbneska zenitistann Ljubomir Micié frá
1924.60 Skáldleg sviðsetning átakanna, þar sem átökum hins hefð -
bundna og hins nýja er lýst á allegórískan hátt sem baráttu lífsorku
og dauðaþrár, sækir einnig í þessa hefð, líkt og sjá má með skýrum
hætti í yfirlýsingunni „Drepum tunglskinið“, eftir Marinetti, frá
1909.61 Tengslin við yfirlýsingahefð sögulegu framúrstefnunnar
koma þó skýrast fram í þeirri aðferð að beina gagnrýninni að til -
teknum verkum, stofnunum og nafngreindum einstaklingum. Skot -
spænir gagn rýninnar í þessum texta Eiríks Arnar eru m.a. Kristján B.
Jónasson, Njörður P. Njarðvík, Hallgrímur Helgason og Kristján
Þórður Hrafnsson, sem teflt er fram sem fulltrúum þeirrar hefðar
sem þurfi að yfirstíga. Það eru ekki síst slíkar árásir á nafngreinda
einstakl inga (sem má finna víða í textum Eiríks Arnar) sem virðast
hafa stuðað lesendur, er þótti gagnrýnin vera dregin niður á svið per-
sónulegra illdeilna og jafnvel skítkasts. Afstaða til aðferðarinnar sem
hér er beitt getur vitaskuld verið mismunandi (og vissulega má segja
c