Són - 01.01.2010, Síða 197
AF ÞRÁLÁTUM DAUÐA OG UPPRISUM FRAMÚRSTEFNUNNAR 197
62 Filippo Tommaso Marinetti. „Lettre de F. T. Marinetti au poète belge Henry
Maassen [fin 1909].“ Le Premier manifeste du futurisme, ritstj. Jean-Pierre A. de Villers.
Ottawa: Éditions de l’Université d’Ottawa, 1986, s. 143.
63 Janet Lyon. Manifestoes. Provocations of the Modern. Ithaca, London: Cornell
University Press, 1999, s. 9.
64 Slagorðið „heimtufrekja orðanna“ sækir Eiríkur Örn í texta eftir Jóhann
Hjálmarsson – sjá: „Dánarrannsóknir og morðtilraunir“, s. 47.
að dónaskapur verði engu virðulegri þótt hann hafi verið viðhafður
innan bókmenntanna í rúma öld), en nauðsynlegt er að hún taki mið
af þeirri mælskufræðilegu hefð sem slíkar yfirlýsingar byggja á. Per -
sónulegar árásir af þessu tagi eiga sér langa sögu innan framúr stefn -
unnar, sem rekja má aftur til ítalska fútúrismans – og þær mynda í
raun einn meginþáttinn í þeirri „list stefnuyfirlýsingagerðar“ sem
Marinetti lýsir í skrifum sínum. Í bréfi sem Marinetti skrifaði belg -
íska skáldinu Henry Maassen árið 1909 lýsir hann ekki aðeins „of -
beldinu og nákvæmninni“ sem undirstöðuatriðum hinnar fútúrísku
stefnu yfirlýsingar, heldur leggur hann um leið áherslu á mikilvægi
hinnar „hnitmiðuðu ásökunar“ og „hinnar skýrt skil greindu svívirð -
ingar“ sem beint sé gegn tilteknum verkum, stofnunum og nafn-
greindum einstaklingum.62 Mælskulist hinnar hnitmiðuðu svívirðin-
gar er undir stöðuþáttur yfirlýsingaformsins allt frá upphafi, enda
mikilvægt að hafa í huga að um er að ræða tjáningarmiðil sem ekki
stefnir að samræðu eða sátt, heldur þvert á móti bókmenntagrein
sem skapar og herðir andstæður og leggur grunn að átökum – svo
vísað sé til lýs ingar Janet Lyon: „Yfirlýsingin tekur afstöðu; yfirlýs -
ingin hafnar samræðum eða umræðum, yfirlýsingin elur á óvild og
fyrirlítur sættir. Hún er ótvíræð, einhliða, einhuga.“63
Grein Eiríks Arnar frá 2004 er eitt róttækasta dæmið sem finna má
í skrifum Nýhil-hópsins um úrvinnslu á þeirri yfirlýsingahefð sem
rekja má frá sögulegu framúrstefnunni um starfsemi nýframúrstefn -
unnar til samtíma okkar. Mælskulist yfirlýsingaformsins er mikil-
vægur þáttur þeirrar alþjóðlegu framúrstefnuhefðar sem tengd er
„heimtufrekju orðanna“64 í skrifum Nýhil-hópsins og stillt upp sem
heilnæmu mótvægi við þá upphafningu kyrrðar, ögunar og yfirvegun -
ar sem sögð er einkenna íslenska ljóðagerð. Gagnrýnin beinist að
hinni viðteknu hugmynd um vandvirkni og kæfandi hlutverki hennar
innan íslenskrar ljóðmenningar. Eiríkur Örn fullyrðir að krafan um
vandvirkni hneppi sköpunargáfuna í hlekki og feli í sér útilokun
hefðar er rekja megi um framúrstefnuna aftur til symbólismans:
„[Þ]að er misskilningur að öll góð ljóð séu ort af vandvirkni, ekki get