Són - 01.01.2010, Qupperneq 199
AF ÞRÁLÁTUM DAUÐA OG UPPRISUM FRAMÚRSTEFNUNNAR 199
Ríkjandi ljóðlist er sagt stríð á hendur – svo vísað sé til uppruna avant-
garde hugtaksins í hernaðarmáli – og stefnt að afdráttarlausu rofi frá
ríkjandi hefð. Skáldskaparfræðin sem vísa á veginn til nýs tíma grund-
vallast á galgopahætti, yfirlýsingagleði og glannaskap, sem stefnt er
gegn ríki þagnar, fágunar og ládeyðu. Forvitnilegt er að líta til þeirrar
gagnrýni sem víða hefur komið fram á skrif Nýhil-skáldanna með
hliðsjón af mælskulist framúrstefnunnar og hefð hennar. Óskað hefur
verið eftir að menn „fjall[i] á málefnalegan hátt um bókmenntir í stað
skotgrafahernaðar“,70 skáldin hafa verið gagnrýnd fyrir að „tapa […]
sér í stælum annað slagið“71 og skrif Eiríks Arnar hafa verið sögð
einkennast af „hroka“, en tilgangurinn virðist vera „einmitt sá að fá
mann til að hlæja að vitleysunni sem veltur upp úr honum“.72 Slík
gagnrýni fer á mis við grunnforsendur og markmið skrifanna, sem
eru knúin áfram af „skotgrafahernaði“, „stælum“ og „hroka“ sem
mælskufræðilegri aðferð – ekki til að knýja fram breytingar, heldur til
að skerpa á andstæðum og hvetja til átaka á vettvangi íslenskrar
ljóðlistar. Markmiðið er ekki samræða heldur flokkadrættir. Hér er
einkar forvitnilegt að líta til niðurlags greinar um ljóðabækur íslenskra
ungskálda, eftir Hjalta Snæ Ægisson, sem birtist hér í Són árið 2005:
Samskipti [íslenskra ungskálda] virðast oft snúast upp í skítkast
og háðglósur og enginn gerir tilraun til að læra neitt af kollegum
sínum […] Flestar tilraunir til uppreisna og föðurmorða enda úti
í móa því það kemur sjaldnast neitt í staðinn fyrir það sem á að
ryðja burt. Ungskáld virðast ekki alveg vita hvernig eigi að gera
hlutina en vita hins vegar nákvæmlega hvernig á ekki að gera
hlutina. Það er því óskandi að landið smáfari bráðum að rísa
aftur. Allir geta notið góðra ljóða en nöldur höfðar ekki nema til
sumra. Góðar bókmenntir verða ekki til nema þeim fylgi
alvöruumræða.73
Gagnrýnin sem hér er sett fram beinist ekki síst að starfsemi Nýhil-
hópsins, sem Hjalti Snær fjallar nokkuð ítarlega um í grein sinni (á
70 Gunnar Randversson. „Gróska í íslenskri ljóðagerð“. Lesbók Morgunblaðsins, 9. apríl
2005, s. 10.
71 Úlfhildur Dagsdóttir. „Ljóð og flóð. Ljóðabækur ársins 2007“. Tímarit Máls og menn -
ingar, 3/2008, s. 64–82, hér s. 70.
72 Aðalheiður Guðmundsdóttir. „Ljóð 2005“. Són, 2006, s. 141–167, hér s. 163.
73 Hjalti Snær Ægisson. „Um ljóðabækur ungskálda frá árinu 2004. Nokkrar
glæfralegar athugasemdir“. Són, 2005, s. 141–159, hér s. 158.