Són - 01.01.2010, Page 201
AF ÞRÁLÁTUM DAUÐA OG UPPRISUM FRAMÚRSTEFNUNNAR 201
IV Að vera framúrstefna og vera ekki
Það kann að virðast tímaskekkja að gefa út stefnuyfirlýsingar á okkar
póstmódernu tímum. Sú hugmynd virðist raunar vera nokkuð við tekin
að manifestóið sé dautt – að það hafi dáið með framúrstefn unni og
endalokum þeirra hugmynda sem oft eru kenndar við „leiðar sagnir“
eða „stórar frásagnir“ nútímans, með skírskotun til kenninga Jeans-
François Lyotard.76 Og Birgit Wagner kemst svo að orði í grein frá
1997 að „stefnuyfirlýsingin sé dauð“ og sé nú í mesta lagi „tiltæk sem
írónísk tilvitnun“.77 Ekki þarf þó að líta lengi í kringum sig til að koma
auga á að bókmenntagreinin stendur enn í blóma. Enn eru gefin
út manifestó á ólíkustu sviðum, jafnt á vettvangi bókmennta, lista, póli -
tíkur, fræðiumræðu og jafnvel matseldar Á síðustu árum hafa verið
gefnar út „stefnuyfirlýsing kapítalismans“, „stefnuyfirlýsing dulrænn ar
listar“, „stefnu yfirlýsing matmannsins“, „stefnuyfirlýsing Jesú“, „stefnu -
yfirlýsing saltsins“ og „stefnuyfirlýsing fátæklinganna“, svo aðeins séu
tekin nokkur dæmi af handahófi.78 Stefnuyfirlýsingar samtíma okkar
eru vitaskuld margbreytilegar að gerð og ýmist er unnið úr hinni pól-
itísku og hinni fagurfræðilegu yfirlýsingahefð á meðvitaðan eða síður
meðvitaðan, staðfestandi, gagn rýnan eða írónískan hátt. Sé litið á tit-
lana sem vitnað er til að framan virðist nærtækt að álykta að stefnuyfir-
lýsingin hafi verið innlimuð í rökvísi menningariðnaðarins og greinar -
heitinu sé nú helst beitt sem markaðstæki er vísi á írónískan hátt til
horfinnar mælskuhefðar nú tímans. Á hinn bóginn má greina skýr um -
merki þess í samtíma okkar að yfirlýsingaformið dafni áfram innan
sviðs fagurfræðinnar, þar sem það tengist tilraunum til nýsköpunar á
76 Jean-François Lyotard. Hið póstmóderníska ástand. Skýrsla um þekkinguna. Þýð. Guðrún
Jóhannsdóttir. Reykjavík: Bókmenntafræðistofnun Háskóla Íslands, 2008.
77 Birgit Wagner. „Auslöschen, vernichten, gründen, schaffen. Zu den performativen
Funktionen der Manifeste.“ „Die ganze Welt ist eine Manifestation“. Die europäische
Avantgarde und ihre Manifeste, ritstj. Wolfgang Asholt og Walter Fähnders.
Darmstadt: Wissenschaftliche Buchgesellschaft, s. 39–57, hér s. 55.
78 Andrew Bernstein. The Capitalist Manifesto. The Historic, Economic and Philosophic Case
for Laissez-Faire. Lanham: University Press of America, 2005; Alexander Graeff.
Manifest der okkulten Kunst. Avantgarde – Synthese – Okkultismus. Leipzig: Bohmeier,
2005; Michael Pollan. In Defense of Food. An Eater’s Manifesto. London: Penguin,
2008; Leonard Sweet og Frank Viola. Jesus Manifesto. Restoring the Supremacy and
Sovereignty of Jesus Christ. Nashville: Thomas Nelson, 2010; Mark Bitterman. Salted.
A Manifesto on the World’s Most Essential Mineral, with Recipes. Berkeley: Ten Speed,
2010; Francisco Van der Hoff. Manifeste des pauvres. Les Solutions viennent d’en bas.
París: Encre d’orient, 2010.