Skáldskaparmál - 01.01.1992, Side 73
Rjóðum spjöll í dreyra
71
útskýra þann beyg sem hann telur að við höfum af erótískum hvötum
okkar. Röksemdafærslu sína byggir hann að minnsta kosti á greiningu á þeim
mun sem er á kynlausri æxlun fruma og kynæxlun.
Samkvæmt Bataille felst erótík í ástarleik sem hefur ekki getnað að
markmiði. Þessi leikur beri vissulega vott um frjósemi og líf en markmið
hans sé einskonar sjálfseyðing.27 Sjálfseyðingarhvötina skýrir Bataille með
tilvísun til frumuskipta. Kynlaus æxlun frumu útheimtir dauða hennar, þar
sem hún skiptist upp í tvær nýjar frumur. Þetta kallar Bataille óslitna tilvist.
Við kynæxlun, hins vegar, skapa tveir einstaklingar þann þriðja. Hér er um
sundurslitna tilvist að ræða, skil milli foreldra og afkvæmis eru skörp. Eitt
markmið Batailles er að sýna fram á að mennirnir, sem dæmdir eru til
sundurslitinnar tilvistar, þrái eftir sem áður óslitna tilvist. Við þráum að leysa
okkur upp sem einstaklinga, að skapa í dauðanum, líkt og fruman gerir við
frumuskipti. Þetta sé hin erótíska þrá, þrá sem samtvinnuð er óttanum við
eigin tortímingu.28
í bók sinni ræðir Bataille um þrjú afbrigði erótíkur; líkamlega,
tilfinningalega, og trúarlega. Hann telur að maðurinn hafi á öllum þessum
sviðum reynt að brjótast undan einangrun sinni og skynja óslitna tilvist,
samruna við allt sem er, fullkomið algleymi.29 I lýsingum hans verða því
ástarleikur og mannblót, fullnægja og dauði hliðstæður. Um áhrif fórnar-
athafna á viðstadda segir hann til dæmis:
Við fórn er fórnarlambið ekki aðeins svipt klæðum sínum heldur lífi (eða því er
tortímt á einhvern hátt eins og um ólífrænan grip sé að ræða). Fórnarlambið
deyr og áhorfendur taka þátt í dauða þess. [...] Trylltur dauðdagi rýfur
sundurslitna tilvist lífverunnar; í loftinu, í þögninni sem á eftir fylgir, skynja
spenntir áhorfendurnir óslitið samhengi alls lífs, það samhengi sem fómarlambið
nú tilheyrir.30
Bataille bætir við að okkur sé ekki unnt að skynja hvernig áhorfendum
blótsins sé innanbrjósts nema því aðeins að við getum rifjað upp trúarlega
reynslu okkar sjálfra.
Svo vikið sé að Egils sögu, þá höfum við þegar séð hvernig Egill gengur í
einu vetfangi frá Atla skamma og blótnauti. Annað athyglisvert dæmi um
blót í sögunni tengist öxi sem Eiríkur konungur blóðöx sendir Þórólf Skalla-
Grímsson með til íslands handa Skalla-Grími:
27 Eroticism. Marion Boyars, London - New York 1987, s. 11.
28 Sama, s. 13-14. Matthías Viðar Sæmundsson hefur stuðst við hugmyndir Batailles,
m.a. í greininni ,,‘íslands er þjóð, öll sökkt í blóð’. Tyrkjarán og Spánverjavíg." Skírnir
164 (Haust 1990), s. 327-61.
29 Freud viðrar svipaðar hugmyndir í umfjöllun um endurtekningarhvötina en veltir þar
fyrir sér hvort fullkomnunarárátta (n.k. dauðaþrá) sé löngun til að endurtaka algleymi
tímabilsins sem við dvöldum í móðurkviði. Rétt er að geta þess að Freud er mjög
óviss í sinni sök. Sjá „Beyond the Pleasure-Principle," sérstaklega s. 157-66.
30 Eroticism, s. 22.