Skáldskaparmál - 01.01.1992, Síða 287

Skáldskaparmál - 01.01.1992, Síða 287
Um biekur 285 Við þessi tíðindi hefur Oddur eygt möguleika til að komast til valda í Eyjafirði. Það hefur hann ekkert síður munað í en Þorvarð bróður hans nokkrum árum seinna. Það þurfti ekki mikinn spámann til að sjá það fyrir að Gissuri og skjólstæðingum Þórðar kakala hlaut að lenda saman enda var þess ekki langt að bíða. Fyrst með því að Gissur rak Eyjólf Þorsteinsson brott úr Skagafirði og síðan, þegar Gissur hefur aðeins búið eitt sumar þar, ráðast þeir Eyjólfur og Hrani í hina ægilegu Flugumýrarbrennu. Sá atburður hefur öðrum fremur styrkt Odd í því að ná samkomulagi við Gissur gegn þeim Eyfirðingum og síðan ná þar völdum í skjóli Gissurar að vestan en Finnbjarnar frænda síns að austan. En hafi Oddi sýnst þetta girnileg leið til frama hefur hann þó fljótlega séð missmíði þar á. Því svo undarlegt sem það er þá virðist Gissur ekkert sérstaklega ákafur til hefnda eftir þessar miklu raunir, manni virðist sem Gissur hafi bilast andlega við brennuna. Stundum er hann afskiptalítill og næstum meinlaus í stórmálum en aftur grimmur og heiftfenginn þar sem ástæðulítið sýnist vera að beita hörku, alls ólíkur þeim Gissuri sem stöðvaði ofsa og yfirgang Sturlu Sighvatssonar á sínum tíma, lét drepa „fólgsnarjarlinn" Snorra Sturluson og hrakti Órækju utan. Sem sagt splundraði ofurveldi Sturlunganna. Gissur virðist taka Oddi tveim höndum hvað sem hann hefur nú haft í huga með því. Hann fer fljótlega utan og setur Odd þá yfir Skagafjörð þótt Oddur væri tregur til, því nú hefur hann áreiðanlega séð ljóð á sínu ráði og líklega fundist að Gissur hefði hann að forhleypismanni en það var bara of seint. Vafalaust hefur Gissur hvatt Odd til að beita fullri hörku í öllum samskiptum við þá Eyfirðingana, svo og Heinrek biskup sem var Gissuri andstæður. Það eru því engin undur þótt Oddur væri „löngum hljóður“ þegar hann var síðast heima á Valþjófsstað. Flest virtist þessum unga og glæsilega manni andsnúið. Hann var settur niður í Skagafirði þar sem óvinir sátu allt í kring, Gissur farinn af landi og það sem verst var, Þorvarður bróðir hans var meiri vinur Sturlunga og brennumanna en hans enda tengdur þeim, kvæntur Solveigu Hálfdanardóttur og Steinvarar systur Þórðar kakala. Meira að segja frændi hans Brandur Jónsson ábóti hafði ekki fyrirgefið honum dráp Þorsteins mágs síns og vildi ekki tala við hann í brúðkaupinu í Haukadal. (656) En nú varð ekki aftur snúið. Hann varð að standa sig sem höfðingi Skagfirðinga hvað sem það kostaði. Gæti hann það svo að Gissuri líkaði var honum leiðin til metorða greið í skjóli Gissurar þegar hann kæmi aftur heim. Nú gerir Oddur hverja vitleysuna á fætur annarri. Hann sest að í Geldingaholti og heggur upp bú Kolfinnu systur Eyjólfs Þorsteinssonar. Hann fer í ránsför til Þorsteins í Hvammi í Vatnsdal, föður Eyjólfs, og þegar Heinrekur biskup biður hann að bæta Þorsteini aftur æsist Oddur við og telur þetta sektarfé þar sem Þorsteinn væri sekur um aðild að Flugumýrarbrennu. Þegar svo biskup bannsyngur Odd fyrir þetta tekur hann biskup höndum og hefur um tíma í haldi eins og hvern annan ódæðismann. (657-658) Eftir að hafa látið biskup lausan ríður hann austur í fjörðu og síðan í Haukadal til Þóris totts, sem þar fór með ríki ásamt sonum Gissurar, og fær hann með sér norður aftur. Þangað kominn lætur Oddur uppi þá áætlun að safna liði og fara að þeim Eyjólfi og Hrafni og drepa þá. En þetta urðu ekki nema ráðagerðir einar því margur á sér vin meðal óvina, einhver kom þessum áætlunum til þeirra Eyjólfs. Þeir brugðu hart við, söfnuðu liði, komu að Geldingaholti um nótt og drápu Odd og fleiri menn. Þar með var lokið lífi þessa manns sem í Islendingasögu Sturlu Þórðarsonar fær einhverja bestu lýsingu og fegurstu eftirmæli sem Sturla hefur skrifað. (670-671)
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160
Síða 161
Síða 162
Síða 163
Síða 164
Síða 165
Síða 166
Síða 167
Síða 168
Síða 169
Síða 170
Síða 171
Síða 172
Síða 173
Síða 174
Síða 175
Síða 176
Síða 177
Síða 178
Síða 179
Síða 180
Síða 181
Síða 182
Síða 183
Síða 184
Síða 185
Síða 186
Síða 187
Síða 188
Síða 189
Síða 190
Síða 191
Síða 192
Síða 193
Síða 194
Síða 195
Síða 196
Síða 197
Síða 198
Síða 199
Síða 200
Síða 201
Síða 202
Síða 203
Síða 204
Síða 205
Síða 206
Síða 207
Síða 208
Síða 209
Síða 210
Síða 211
Síða 212
Síða 213
Síða 214
Síða 215
Síða 216
Síða 217
Síða 218
Síða 219
Síða 220
Síða 221
Síða 222
Síða 223
Síða 224
Síða 225
Síða 226
Síða 227
Síða 228
Síða 229
Síða 230
Síða 231
Síða 232
Síða 233
Síða 234
Síða 235
Síða 236
Síða 237
Síða 238
Síða 239
Síða 240
Síða 241
Síða 242
Síða 243
Síða 244
Síða 245
Síða 246
Síða 247
Síða 248
Síða 249
Síða 250
Síða 251
Síða 252
Síða 253
Síða 254
Síða 255
Síða 256
Síða 257
Síða 258
Síða 259
Síða 260
Síða 261
Síða 262
Síða 263
Síða 264
Síða 265
Síða 266
Síða 267
Síða 268
Síða 269
Síða 270
Síða 271
Síða 272
Síða 273
Síða 274
Síða 275
Síða 276
Síða 277
Síða 278
Síða 279
Síða 280
Síða 281
Síða 282
Síða 283
Síða 284
Síða 285
Síða 286
Síða 287
Síða 288
Síða 289
Síða 290
Síða 291
Síða 292
Síða 293
Síða 294
Síða 295
Síða 296
Síða 297
Síða 298
Síða 299
Síða 300
Síða 301
Síða 302
Síða 303
Síða 304
Síða 305
Síða 306
Síða 307
Síða 308

x

Skáldskaparmál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skáldskaparmál
https://timarit.is/publication/1141

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.