Skáldskaparmál - 01.01.1992, Síða 302

Skáldskaparmál - 01.01.1992, Síða 302
300 Um bækur Lock segir að Gunnlaugs saga sé afurð ó-bóklegrar menningar sem noti eitthvert bókmenntaefni, en Beowulf sé aftur á móti afurð bókmenningar sem noti munnmælaefni. Þetta er ögn broslegt og full gróflega einfaldað. Margir sagnaritarar skapa spennu úr stuttum tímaskeiðum, t.d. í gömlum sögum eins og Gísla sögu, en einnig yngri sögum eins og Hrafnkels sögu og Njálu. Lock virðist hafa takmarkaðan skilning á því að sagnaritarar hafi notað mikið munnmælahráefni, en unnið úr því og fjölda annarra heimilda. Sögurnar eru í grundvallaratriðum bóklegar, enda standa þær á grunni sagnaritunar sem hafði endurgerð línulegrar sögu að markmiði og ýmsa stóratburði eins og landnám, Alþingisstofnun og kristnitöku til að miða við. Slíkir fastir atburðir eru meginforsenda tímatals og línulaga söguskilnings. I því sambandi er ástæða til að vekja athygli á merkri bók og vanræktri, doktorsritgerð Ólafíu Einarsdóttur, Studier i kronologisk metode i tidlig islandsk historieskrivning, Lund 1964. Ólafía hefur verið skömmuð eitthvað fyrir vinnubrögð og niðurstöður hennar um kristnitökuártalið eru umdeildar, en greinargerð hennar fyrir tímatalsaðferðum Islendinga er forvitnileg fyrir þá sem fást við að rannsaka forna sagnagerð. íslendingar stóðu framarlega í tímatalsfræðum á miðöldum. Ólafía sýnir fram á tvenns konar tímatal. Annað er afstætt og alþýðlegt, skylt hringlaga tímaskyni, en hitt er algilt, línulaga tímatal sem tekur mið af ákveðnum atburðum, t.d. hið ríkjandi kristna tímatal. Sagnaritarar steyptu þessu saman í sögum. Á yfirborðinu er ekkert altækt tímatal, en þó hafa sagnaritarar innlimað það í sögur sem margar hverjar eru eins og að höfundur hafi haft almanak við höndina. Það er því ekki rétt að gera mikið grín að útgefendum íslenskra fornrita, fyrir að hrófla alltaf upp tímatali sagnanna, sem nú á dögum eru taldar allt of bókmenntalegar til að slíkt skipti máli. Það að hægt er að endurgera tímatalið, sýnir svo að ekki verður um villst að tímatalsþekking hefur verið einn af hornsteinum sagnaritunar, sem lengi vel hafði það markmið að skrá og endurgera sögulega fortíð með öllum tiltækum aðferðum. Hugmyndir Ólafíu eru afar gagnlegar, þó þær séu 20 árum eldri en bók Locks. Hann hefur þó nýrra og að mörgu leyti forvitnilegt kenningakerfi að styðjast við. Þó að hann misskilji íslendingasögurnar eins og að sumum finnst að allir útlendingar geri, þá eru mörg lykilhugtök hans afar gagnleg, þó ekki séu þau einhlít. Atriði eins og tími í hring eða línu, tímatal eða ekki, tímanleg nákvæmni og hlutlægni, tímatengdur söguskilningur og frásagnareinkenni á borð við röklegt samhengi eða endurtekningar, eru einatt flóknari en svo að þau eigi heima á ákveðnum punktum í menningarsögulegri þróun. Þau eru háð ýmsu samhengi bókmenntaverka, bókmenntastigi, tilgangi höfunda o.s.frv. Hringlaga tími er lifandi enn í dag, til dæmis sem bókmenntalegar brellur í flóknum skáldsögum. Og hvað er meira hringsólandi en nútíma afþreyingarefni? íslendingasögurnar sýna að þessi atriði geta blandast á ýmsan hátt, enda er líkast til mikilvægast að gera sér góða grein fyrir samspili þessara þátta. Það er mikið starf framundan, að nýta þá möguleika sem þessar hugmyndir gefa, en um leið þarf að útryðja slatta af erroribus.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160
Síða 161
Síða 162
Síða 163
Síða 164
Síða 165
Síða 166
Síða 167
Síða 168
Síða 169
Síða 170
Síða 171
Síða 172
Síða 173
Síða 174
Síða 175
Síða 176
Síða 177
Síða 178
Síða 179
Síða 180
Síða 181
Síða 182
Síða 183
Síða 184
Síða 185
Síða 186
Síða 187
Síða 188
Síða 189
Síða 190
Síða 191
Síða 192
Síða 193
Síða 194
Síða 195
Síða 196
Síða 197
Síða 198
Síða 199
Síða 200
Síða 201
Síða 202
Síða 203
Síða 204
Síða 205
Síða 206
Síða 207
Síða 208
Síða 209
Síða 210
Síða 211
Síða 212
Síða 213
Síða 214
Síða 215
Síða 216
Síða 217
Síða 218
Síða 219
Síða 220
Síða 221
Síða 222
Síða 223
Síða 224
Síða 225
Síða 226
Síða 227
Síða 228
Síða 229
Síða 230
Síða 231
Síða 232
Síða 233
Síða 234
Síða 235
Síða 236
Síða 237
Síða 238
Síða 239
Síða 240
Síða 241
Síða 242
Síða 243
Síða 244
Síða 245
Síða 246
Síða 247
Síða 248
Síða 249
Síða 250
Síða 251
Síða 252
Síða 253
Síða 254
Síða 255
Síða 256
Síða 257
Síða 258
Síða 259
Síða 260
Síða 261
Síða 262
Síða 263
Síða 264
Síða 265
Síða 266
Síða 267
Síða 268
Síða 269
Síða 270
Síða 271
Síða 272
Síða 273
Síða 274
Síða 275
Síða 276
Síða 277
Síða 278
Síða 279
Síða 280
Síða 281
Síða 282
Síða 283
Síða 284
Síða 285
Síða 286
Síða 287
Síða 288
Síða 289
Síða 290
Síða 291
Síða 292
Síða 293
Síða 294
Síða 295
Síða 296
Síða 297
Síða 298
Síða 299
Síða 300
Síða 301
Síða 302
Síða 303
Síða 304
Síða 305
Síða 306
Síða 307
Síða 308

x

Skáldskaparmál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skáldskaparmál
https://timarit.is/publication/1141

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.