Skáldskaparmál - 01.01.1997, Page 278
276
Umsagnir um bœkur
fjallar hann ekki um það hvernig nútímaleiklist Norðurlandamanna óx af evr-
ópskum rótum eftir siðaskipti hjá mönnum eins og Messenius og Holberg allt
fram til meistaranna Ibsens og Strindbergs, sem margir munu telja upphaf
leiklistar á Norðurlöndum, heldur er það leiklist og leikaraskapur á miðöldum og
alþýðleg leikmenning síðari alda, sem líklegt er að rekja megi til miðalda, sem er
hugðarefni hans. Hér er orðið leiklist notað með nokkru hiki, því að Terry notar
það í mjög víðtækri merkingu um það þegar einhver þykist vera annar eða annað
en hann er með því að líkja eftir honum, helst frammi íyrir áheyranda eða
-horfanda sem veit um tvöfeldnina en samþykkir að taka þátt í spauginu. (Þetta
er mjög frjálsleg og einfölduð túlkun á því sem segir á bls. 10—14). Þegar leiklist
er skilgreind svo vítt, má ganga að því vísu að hún hafi verið til með Norðurlanda-
búum svo að segja frá örófi alda. Hitt er svo meiri vandi að fjalla fræðilega um
efnið vegna þess að heimildir um fyrirbærið eru fátæklegar. Fræðimenn hafa
brugðist við heimildafátæktinni með tvennu móti, og enn einfalda ég: A 19. öld
og dálítið fram á þessa reyndu menn að geta í eyðurnar og jafnvel að nota sér það
frelsi sem þögn heimilda veitir til að búa til glæsilegar kenningar um leiklist eða
leikrænar athafnir, einkum í sambandi við trúarbrögð. Hitt hefur orðið algengara
á þessari öld að vísa viðfangsefninu nánast frá sér með þeim orðum að svo sem
ekkert sé vitað um fyrirbærið og þar af leiðandi hafi það sennilega ekki verið til
eða a.m.k. sé ekki vert að segja neitt um það.
Terry Gunnell er sammála efahyggjumönnum um að kenningasmíð um leik-
ræn fyrirbæri hafi einatt hvílt á sandi, en hann neitar að sætta sig við þá þægilegu
lausn að vísa málinu frá sér og tekur það sem þó er til af heimildum til nýrrar og
gagngerðrar endurskoðunar, reynir að ganga nær heimildunum en menn hafa
áður gert og knýja þær til svara án þess að leggja þeim sjálfur orð í munn. Sem
einn úr hópi efahyggjumanna, hlýt ég að játa að honum hefur tekist að finna
merkileg svör, þótt eitthvað af niðurstöðunum hljóti að orka tvímælis.
The Origins ofDrama in Scandinavia er mikið rit að vöxtum og að baki liggur
feikimikil heimildakönnun eins og neðanmálsgreinar og heimildaskrá leiða í ljós.
Neðanmálsgreinarnar eru svo fyrirferðarmiklar að lesanda ofbýður við fyrstu sýn,
en í raun og veru eru þær þó mikilvægur lykill að heimildunum og tilraunum
fræðimanna til að túlka þær. í fyrsta kafla verksins eru kannaðar heimildir um
leikrænar athafnir á Norðurlöndum í fornleifum og bókmenntum. Hér er um að
ræða mjög sundurleitt efni: Steinaristur og annað s'tníði, allt frá bronsöld fram á
víkingaöld, vefnað úr Asubergsskipi, sem virðast sýna dansandi fígúrur og leik-
gervi, og annað þvíumlíkt. Auk þess er vikið að grímubúningum eða dulargervi í
Islendingasögum, fornaldarsögum og eddukvæðum. Niðurstaðan verður að forn-
leifar sýni að einhvers konar leikgervi hafi verið notuð við trúarlegar athafnir á
Norðurlöndum fyrir kristnitöku og að bókmenntalegar heimildir bendi til að
eitthvað af slíkum gervum hafi lifað af í alþýðlegum leikjum eins og þeim sem
segir frá í íslenskum heimildum frá 16. og 17. öld, Háu-Þóru leik og öðrum
þvílíkum. f öðrum kafla eru þjóðfræðilegar heimildir kannaðar til að leita