Skáldskaparmál - 01.01.1997, Blaðsíða 280
278
Umsagnir um bækur
ein önnur skýring hugsanleg á gerð kvæðanna. Þau hafa verið flutt með leikrænum
hætti, annaðhvort þannig að einn maður hefur brugðið sér í líki persóna, gert
mun á þeim með raddbeitingu og e.t.v. látbragði, ellegar að fleiri en einn
einstaklingur hafa skipt hlutverkum með sér. Terry Gunnell hallast að þessari
síðari skýringu og styður hana margvíslegum rökum, bendir m.a. á að spássíu-
merkingar af sama tagi og hann hefur fundið í Konungsbók tíðkast víðar í
handritum leiktexta á sama tíma. Hann telur að tilvist slíkra spássíumerkinga í
handritum frá Norður-Frakklandi og Englandi annars vegar og íslandi hins vegar
geti ekki verið tilviljun. Það virðist mér fullmikið sagt, en get samþykkt að líklegra
sé að samhengi sé á milli en að um tilviljun sé að ræða. Og jafnvel þótt skrifarar
á þessum stöðum hefðu leyst ákveðinn vanda með þessum hætti án þess að vita
hver af öðrum, mætti ætla að vandinn sem þeir voru að reyna að leysa hafi verið
sá sami eða svipaður.
Þegar allt er saman lagt virðist mér sú skýring líklegri að kvæðin sem hér um
ræðir séu textar til leikflutnings en samtalskvæði sem hafi verið útskýrð í lausu
máli af flytjendum. Eðlilegast væri að gera ráð fyrir að ábendingar um mælendur
hefðu með einhverjum hætti orðið hluti textans sjálfs, eins og við ber í öðrum
eddukvæðum, ef tíðkast hefði að kvæðamaður flytti þau sem fulltrúi hlutlauss
sögumanns fremur en með leikrænum tilburðum. Hefð fyrir leikflutningi er hins
vegar líkleg til að varðveita textann án þess að mælanda sé getið í honum, og þá
einkum hafi fleiri en einn skipt hlutverkum með sér, en slík aðferð er bæði
auðveldari fyrir flytjendur og alla jafna líklegri til að ná betur til áhorfenda.
Astæðurnar til að menn hafa verið tregir til að koma auga á eða fallast á kenningar
um leikrænan flutning eddukvæða eru margvíslegar. Engar heimildir eru um slíkan
flutning, og hefði hann þó þurft að lifa fram um 1200 til að komast á bókfell. Þær
leikrænu athafnir sem fjallað er um í fyrri hluta bókarinnar og aftur í lokakafla bera
engin merki þess að þar hafi verið höfð við háþróuð orðlist eins og í eddukvæðum.
Þótt vel megi vera að „leikr sá“ sem um er rætt í Jóns sögu helga hafi átt sér heiðnar
norrænar rætur og að jafnvel séu þar tengsl við Háu-Þóru og skandinavísk frændsystk-
in hennar, virðist manni afar langt skref frá slíkum leikjum með sínum „skrímsla“ger-
vum og „regilegu“ stökum til vandlega kveðinna (leik)kvæða sem geyma heilaga visku
og goðsagnir, að vísu stundum keski blandnar. Tengsl slíkrar leikhefðar við helgisiði
(ritual) hljóta líka að verða mjög óviss vegna skorts á heimildum. Þetta er ekki sagt
til að lasta verk Terry Gunnell eða draga úr gildi þess. Þvert á móti á hann hið mesta
lof skilið fyrir að leggja til atlögu við svo erfitt verkefni, fyrir elju sína við að leita
röksemda til að styðja meginhugmyndina og fyrir fundvísi á ný rök, jafnvel á stöðum
sem þó höfðu verið þaulkannaðir áður eins og miðaldahandrit eddukvæða. Efa-
hyggjumenn munu ekki allir láta sannfærast, en þeim verður mun erfiðara en áður
að sópa vandanum undir teppið.
Vésteinn Ólason