Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2011, Blaðsíða 4
4
ÁSDÍS R. MAGNÚSDÓTTIR OG ÞRÖSTUR HELGASON
og erlendis. Þýðing á grein þýska heimspekingsins Theodors W. Adornos,
„Ræða um ljóð og samfélag“, tengist einnig ljóðaþemanu. Í henni má sjá
skýrt dæmi um heimspekilega ígrundaða ljóðgreiningu höfundarins.
Adorno lýsti því yfir í annarri grein að það væri villimennska að yrkja ljóð
eftir útrýmingarbúðir nasista í Auschwitz.1 Orðin urðu fleyg. Óhugnaður
stríðsins litaði afstöðu fólks til menningarlegrar iðju. Það virtist óhugsandi
að gefa sig að listum vitandi að í hugum milljóna hafði tilveran einungis
snúist um að lifa af. En Adorno átti ekki við að ljóðið væri búið að vera
sem slíkt heldur að ekki væri lengur hægt að yrkja þá tegund lýrískra ljóða
sem tíðkast hafði fyrir Auschwitz.2 Alla tuttugustu öldina lá ljóðið reyndar
undir slíkum átölum og gerir enn. Í byrjun tuttugustu aldar gerði evrópska
framúrstefnan kröfu um allsherjar endurnýjun menningarinnar, þar á meðal
á ljóðinu sem sagt var úr sér gengið.3 Og nú nýlega lét enski rithöfundurinn
Martin Amis þau orð falla að ljóðið væri dautt, minningargreinin hefði þegar
verið skrifuð, nútíminn væri háður framförum en ljóð leiddu heiminn frekar
aftur á bak, enda læsi þau enginn.4
Í kringum síðustu aldamót tók þessi endalokaumræða kipp hér á landi.
Hallgrímur Helgason sagði að ljóðið væri halt og gengi við hæku í umdeildri
grein árið 1997.5 Tveimur árum seinna hélt Guðmundur Andri Thorsson því
fram að skáldin hefðu rift samningnum milli sín og þjóðarinnar með þeim
afleiðingum að ljóðið tilheyrði ekki lengur samfélaginu. Ekki væri hægt að
notast við það þegar fjallað væri um málefni þess, „til að skrifa sendibréf,
til að skrifa pólitíska leiðara, til að skrifa sögulega skáldsögu“ eins og hann
tekur til orða. Ljóðalestur væri orðin „einkaleg athöfn, eintal sálarinnar,
hugleiðsla, sköpunarstarf“ – allir væru fyrir vikið orðnir skáld. Einungis í
1 Theodor Adorno, „Cultural Criticism and Society“, Prisms, Samuel og Shierry
Weber þýddu, Cambridge, Massachusetts: MIT Press, 1981, bls. 17–34, hér bls. 34
(á frummálinu: Prismen, 1967).
2 Sjá Howard Caygill, „Lyric Poetry before Auschwitz“, Adorno and Literature, David
Cunningaham og Nigel Mapp ritst., London og New York: Continuum, 2006, bls.
69–83.
3 Sjá Marinetti, Majakovskij, Marc, Tzara, Breton o.fl., Yfirlýsingar. Evrópska framúr-
stefnan, íslenskar þýðingar og skýringar eftir Áka G. Karlsson, Árna Bergmann og
Benedikt Hjartarson sem jafnframt ritaði inngang og tók saman, Reykjavík: Hið
íslenzka bókmenntafélag, 2001, t.d. bls. 183–201 og 263–268.
4 Sjá Tishani Doshi, „Amis is wrong about poetry’s demise“, 6. júní 2007: http://www.
guardian.co.uk/books/booksblog/2007/jun/06/aratherexaggeratedreportof [sótt 24.
ágúst 2011].
5 Hallgrímur Helgason, „Ljóðið er halt og gengur með hæku“, Fjölnir, 1/1997, bls
50–52.