Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2011, Blaðsíða 194

Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2011, Blaðsíða 194
194 THEODOR W. ADORNO Þið getið sakað mig um að hafa með þessari skilgreiningu, af ótta við dólgslegar félagsfræðilegar áherslur, göfgað samband ljóðlistar og samfélags með slíkum hætti, að nánast ekkert standi eftir: einmitt það sem ekki sé sam- félagslegt í ljóðinu eigi nú að vera hið samfélagslega í því. Þið gætuð rifjað upp fyrir mér skopmynd Gustaves Doré af erkiafturhaldssinnaða embættis- manninum, en lofgjörð hans til l’ancien régime [gamla stjórnskipulagsins] nær hápunkti í upphrópuninni: „Og hverjum eigum við byltinguna 1789 að þakka, herrar mínir, ef ekki Loðvík XVI.!“ Þið gætuð snúið þessu upp á viðhorf mitt til ljóðlistar og samfélags: samfélagið gegni hér hlutverki kon- ungsins sem var tekinn af lífi en ljóðlistin hlutverki þeirra sem börðust gegn honum; ljóðlistin verði engu fremur skýrð út frá samfélaginu en hægt sé að gera byltinguna að hetjudáð konungsins sem hún steypti af stóli, enda þótt grunnhyggni hans kunni að hafa átt sinn þátt í því að hún braust út á þessum tímapunkti. Spurningin er hvort embættismaður Dorés hafi í raun og veru aðeins verið sá heimski og kaldhæðni áróðursmeistari sem teikn- arinn hæðist að, hvort ekki búi í óviljandi fyndni hans meiri sannleikur en almenn skynsemi vill viðurkenna; söguspeki Hegels hefði ýmislegt fram að færa þessum embættismanni til málsbóta. En líkingin kemur ekki alveg heim og saman. Ætlunin er ekki að leiða ljóðlistina af samfélaginu, samfélags- legt inntak hennar er einmitt hið sjálfkvæma, það sem sprettur ekki beint af ríkjandi þjóðfélagsafstæðum hverju sinni. En heimspekin – hér er aftur átt við Hegel – þekkir þá íhugulu yrðingu að hinu einstaklingsbundna sé miðlað um hið almenna og öfugt. Þar með er andstaðan gegn þrýstingi samfélagsins ekki algjörlega einstaklingsbundið fyrirbrigði, heldur bærast hér á listrænan hátt hin hlutlægu öfl innan einstaklingsins og sjálfkvæmni hans og knýja hið þrúgaða og þrúgandi þjóðfélagsástand í átt til þess sem er mannsæmandi. Þessi öfl tilheyra heildarástandi en ekki aðeins ósveigjanlegri einstaklingsver- und í blindri andstöðu við samfélagið. Sé í raun hægt að tala um inntak ljóðs- ins sem hlutlægt vegna hugverundar þess – en öðrum kosti væri ekki hægt að skýra hið einfaldasta sem kveikir möguleikann á ljóðinu sem listgrein: áhrif þess á aðra en skáldið í einræðu þess –, þá á það aðeins við þegar samfélagið knýr ljóðlistaverkið, að höfundinum forspurðum, til að draga sig inn í og hverfa inn í sjálft sig og fjarlægjast yfirborð samfélagsins. Miðill þessa ferlis er aftur á móti tungumálið. Sérstæð þversögn hins ljóðræna sköpunarverks, hugverund sem verður að hlutverund, tengist forgangi málsköpunarinnar í ljóðlistinni, sem frumhlutverk tungumálsins í skáldskapnum almennt, allt til prósaformsins, er sprottið af. Því tungumálið sjálft er tvöfalt. Með formum sínum samlagast það algjörlega hinum huglægu kenndum; það mætti nánast
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172
Blaðsíða 173
Blaðsíða 174
Blaðsíða 175
Blaðsíða 176
Blaðsíða 177
Blaðsíða 178
Blaðsíða 179
Blaðsíða 180
Blaðsíða 181
Blaðsíða 182
Blaðsíða 183
Blaðsíða 184
Blaðsíða 185
Blaðsíða 186
Blaðsíða 187
Blaðsíða 188
Blaðsíða 189
Blaðsíða 190
Blaðsíða 191
Blaðsíða 192
Blaðsíða 193
Blaðsíða 194
Blaðsíða 195
Blaðsíða 196
Blaðsíða 197
Blaðsíða 198
Blaðsíða 199
Blaðsíða 200
Blaðsíða 201
Blaðsíða 202
Blaðsíða 203
Blaðsíða 204
Blaðsíða 205
Blaðsíða 206
Blaðsíða 207
Blaðsíða 208
Blaðsíða 209
Blaðsíða 210
Blaðsíða 211
Blaðsíða 212
Blaðsíða 213
Blaðsíða 214
Blaðsíða 215
Blaðsíða 216
Blaðsíða 217
Blaðsíða 218
Blaðsíða 219
Blaðsíða 220
Blaðsíða 221
Blaðsíða 222
Blaðsíða 223
Blaðsíða 224
Blaðsíða 225
Blaðsíða 226
Blaðsíða 227
Blaðsíða 228
Blaðsíða 229
Blaðsíða 230
Blaðsíða 231
Blaðsíða 232

x

Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar
https://timarit.is/publication/1098

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.