Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2011, Blaðsíða 30
30
ÁSTRÁÐUR EYSTEINSSON OG EYSTEINN ÞORVALDSSON
Einar:
Yfir mold sig miðnótt breiddi,
mæddur, krankur huga’ eg leiddi
fyrri manna forn og kynleg
fræði ýms, er ræktu þeir.
Höfgi mér á hvarma þægt sé;
heyrist mér þá líkt og vægt sé
drepið högg á dyrnar – hægt sé
drepið léttum fingri. „Heyr.
Það er gestur“, þuldi’ eg lágt,
„við þrepskjöld dyr að knýja, heyr;
aðkomandi, ekki meir.“
Af framansögðu má ráða að vel er hugsanlegt að Matthías og Einar hafi
verið að þýða „Hrafninn“ á sama tíma og hvorugur hafi séð þýðingu hins
fyrr en að loknu verki. Eins og greina má af samanburði þýðinga þeirra
á fyrsta erindi Poes eru þær allólíkar að orðafari, en í hrynjandi og rím-
mynstri fylgja þeir báðir frumtextanum að mestu leyti. Þó skal bent á að
það sem er frávik hjá Poe í öðru erindinu – að þrítaka a-rímið, svo sem áður
segir – verður að reglu hjá Matthíasi. Hann rímar saman fyrstu þrjár línur
hvers erindis.
Athyglisvert er, með hliðsjón af leiðslukvæðahefðinni, að Matthías
notar einmitt bæði orðin „leiðsla“ og „draumur“ í fyrsta erindi, þó að „illur
draumur“ falli ekki vel að „leiðslu-ró“, en þessi „ró“ stjórnast vitaskuld af
þeim rímvanda sem hér er við að eiga, ekki síst ef menn kjósa að leika eftir
það lykilrím sem liggur líkt og þráður um allt kvæði Poes („ore“-hljóðið) og
kjarnast í lokaorði hvers erindis: „more“. Matthías velur hljóðið „-ó“ og enda
öll erindi hans á orðinu „kró“, sem væntanlega ber að skilja sem náttúrulegt
hljóð krumma, eða það sem gjarnan er nefnt krunk á íslensku. Einar velur
„-eir“ og hann lýkur öllum erindum á orðinu „meir“, þar af ellefu erindum
á orðunum „aldrei meir“ sem krummi kyrjar og koma í stað „nevermore“
hjá Poe. Hér er um orðrétta þýðingu að ræða þótt ekki sé jafngildi með text-
unum hvað hljóm orðanna varðar (meira um það síðar).
nútímastafsetningu). Þýðing Matthíasar er tekin úr Ljóðmælum eftir Matthías Joch-
umsson, II. bindi, Seyðisfjörður: Prentsmiðja Seyðisfjarðar, 1903, bls. 276-283, hér bls.
276 (einstaka atriði löguð að nútímastafsetningu).
Matthías:
Gamla’ársnóttu napurkalda
nam ég letur fræði-spjalda;
fölvar myndir fyrri alda,
fylltu brjóstið leiðslu-ró;
vart þó blund ég festi, fyr en
felmt mér varð við högg á dyrin –
„einhver kom og drap á dyrin!
Dumpið glöggt ég heyrði þó!“
Upp ég hrökk af illum draumi,
um mig kynja-hrollur fló:
Hver er úti? – „Enginn – kró!“