Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2011, Blaðsíða 200
200
THEODOR W. ADORNO
[staðaranda] þessa vinalega þorps; engu er líkara en jafnskjótt og það hverfi
öðlist það allan þann hrifningarmátt sem tungumál nýaldar gloprar alla jafna
niður, skoplega bjargarlaust, þegar það ákallar gyðjuna með orðum. Inn-
blástur ljóðsins er nánast hvergi jafn auðsær og í valinu á þessu auvirðilegasta
orði á svo þýðingarmiklum stað, þar sem það er laðað fram úr dulinni grískri
málhefð og losar um þrungna spennu heildarinnar líkt og ómþýður kveðju-
söngur. Innan síns þrönga ramma tekst ljóðinu það sem þýska söguljóðið
reyndi árangurslaust, jafnvel í hugverkum eins og Hermann und Dorothea
eftir Goethe.
Félagsleg túlkun slíks árangurs beinist að því sögulega reynslustigi sem
kemur fram í ljóðinu. Þýska klassíkin tók sér fyrir hendur – í nafni mann-
úðarinnar, algildis mennskunnar – að leysa kennd hugverunnar undan hend-
ingunni sem ógnar henni í samfélagi þar sem tengslin manna á milli eru ekki
lengur milliliðalaus heldur er alfarið miðlað af markaðinum. Hún leitaðist
við að gera hið huglæga hlutlægt, eins og Hegel í heimspekinni, og reyndi að
sigrast á þverstæðum hins raunverulega lífs mannanna með því að sætta þær
í andanum, í hugmyndinni. En varanleiki þessara þverstæðna í raunveruleik-
anum stefndi hinni andlegu lausn í voða: frammi fyrir lífi sem engin merking
býr undir, lífi sem þrælar sér út í viðskiptum andstæðra hagsmuna eða lífi
sem hin listræna reynsla lítur á sem innantómt; frammi fyrir heimi þar sem
örlög einstaklinganna ráðast af blindum lagaboðum, verður sú list að orða-
gjálfri sem gefur sig í formi út fyrir að tala fyrir munn farsæls mannkyns. Af
þessum sökum leitaði hugmyndin um manninn, eins og klassíkin hafði mótað
hana, sér skjóls í einangraðri tilveru einstaklingsins og myndum hennar;
aðeins þar virtist mennskan enn óhult. Nauðsyn knúði borgarastéttina til
að afsala sér hugmyndinni um mannkynið sem sjálfsákvarðandi heild, jafnt í
fagurfræðilegri formsköpun og stjórnmálum. Það er þverúðug þröngsýnin á
það sem er manns eigið, og sjálft lýtur valdboði, sem gerir hugsjónir á borð
við hið notalega og hið alúðlega svo tortryggilegar. Sjálf merkingin er tengd
hendingu einstaklingsbundinnar hamingju, á nánast gerræðislegan hátt er
henni eignuð ákveðin sæmd sem hún öðlaðist aðeins með hamingju heildar-
innar. Þjóðfélagslegur krafturinn í listgáfu Mörikes felst aftur á móti í því að
hann tengdi saman reynslu hins klassíska háa stíls og reynslu hins fíngerða
einkaheims rómantíkurinnar; þannig áttaði hann sig á takmörkunum beggja
kosta af óviðjafnanlegu næmi og tefldi þeim hvorum gegn öðrum. Sérhver
kennd í tjáningu hans fer aðeins út að þeim mörkum sem henni eru sannar-
lega sett á sögulegu andartaki hennar. Hið margrómaða lífræna samræmi í
verkum hans er trúlega ekki annað en það söguspekilega næmi sem naum-