Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2011, Blaðsíða 141

Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2011, Blaðsíða 141
141 SKÓLALJÓÐ ef til vill fundist hann skulda nútímaljóðinu eitthvað þegar hann var orð- inn formaður stjórnar Ríkisútgáfu námsbóka þremur árum síðar, árið 1967, en þá gaf hann út úrval Erlends Jónssonar Nútímaljóð handa skólum. Bókin hefur að geyma 31 ljóð eftir 12 skáld undir fimmtugu og konan eina í safn- inu er Vilborg Dagbjartsdóttir að þessu sinni. Þessi bók var aftur gagnrýnd harkalega úr öllum áttum, mest af gagnfræðaskólakennurum sem töldu bók Erlends ábótavant í ýmsu. Þeir gagnrýndu það að hann skilgreindi ekki hvað gerði ljóð módernískt og val ljóðanna mótaðist þannig hvorki af innri samkvæmni né tengdist hinum almenna formála bókarinnar á nokkurn hátt og að auki sinnti höfundur lítt kennslufræðilegum hluta hennar.23 Þeir kennarar sem harðast gengu fram, Hörður Bergmann (1933– ) og Finnur Torfi Hjörleifsson, gáfu sjálfir út ljóðaúrval með skýringum fyrir börn og unglinga árið 1970, Ljóðalestur. Kennslubók handa framhaldsskólum. Þar er þess gætt að sýna bókmenntasögulega þróun þó að nútímaljóðið sé í öndvegi og Hannes Pétursson hafi leyst Jónas Hallgrímsson af hólmi með flest ljóð safnsins. Í þessari útgáfu, sem stefnt er gegn bók Erlends Jóns- sonar eru jafnréttissjónarmið hins vegar ekki lengra komin en svo að þar er engin skáldkona! Í útgáfu Finns Torfa Hjörleifssonar (1936–) Ljóðasafni handa unglingum (1979) hafa hins vegar hlutföll skálda í skólaljóðunum breyst þannig að þar eru aðeins tvö skáld frá nítjándu öld, langflest hinna eru samtímamenn, konur og karlar, þar eru líka þjóðkvæði og þýðingar og bæði bundin og óbundin ljóð á boðstólum. Bókin var prufukennd af fjölda kennara og undirbúningur hennar einstakur hvað það varðaði að sögn Eysteins Þorvaldssonar.24 Deilt um hefð og nýjungar vestan hafs Á fimmta áratug aldarinnar gusu upp samsvarandi deilur um kennslubækur og ljóðaúrvöl í Bandaríkjunum. John F. Kennedy bað skáldið Robert Frost að flytja ljóð við innsetningarathöfnina þegar hann tók við embætti forseta árið 1961 og rökstuddi valið með því að í sínum augum stæði hann fyrir allt það besta í amerískri menningu; hann gæti talað um takmörk mannsins, talað um og skilið hinstu rök hans og eðli. „Hann er ekki bundinn neinu ákveðnu landsvæði heldur talar fyrir okkur alla,“ sagði Kennedy og Joseph 23 Gagnrýnendunum Herði Bergmann og Finni Torfa Hjörleifssyni fannst líka að það hefði verið fram hjá sér gengið því að Námsgagnastofnun hefði vel mátt vita að þeir hefðu útbúið sambærilegt efni fyrir sína nemendur og út af þessu spratt hörð ritdeila sem Eysteinn Þorvaldsson rekur í sinni bók, bls. 139. 24 Eysteinn Þorvaldsson, 1988, bls.167.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172
Blaðsíða 173
Blaðsíða 174
Blaðsíða 175
Blaðsíða 176
Blaðsíða 177
Blaðsíða 178
Blaðsíða 179
Blaðsíða 180
Blaðsíða 181
Blaðsíða 182
Blaðsíða 183
Blaðsíða 184
Blaðsíða 185
Blaðsíða 186
Blaðsíða 187
Blaðsíða 188
Blaðsíða 189
Blaðsíða 190
Blaðsíða 191
Blaðsíða 192
Blaðsíða 193
Blaðsíða 194
Blaðsíða 195
Blaðsíða 196
Blaðsíða 197
Blaðsíða 198
Blaðsíða 199
Blaðsíða 200
Blaðsíða 201
Blaðsíða 202
Blaðsíða 203
Blaðsíða 204
Blaðsíða 205
Blaðsíða 206
Blaðsíða 207
Blaðsíða 208
Blaðsíða 209
Blaðsíða 210
Blaðsíða 211
Blaðsíða 212
Blaðsíða 213
Blaðsíða 214
Blaðsíða 215
Blaðsíða 216
Blaðsíða 217
Blaðsíða 218
Blaðsíða 219
Blaðsíða 220
Blaðsíða 221
Blaðsíða 222
Blaðsíða 223
Blaðsíða 224
Blaðsíða 225
Blaðsíða 226
Blaðsíða 227
Blaðsíða 228
Blaðsíða 229
Blaðsíða 230
Blaðsíða 231
Blaðsíða 232

x

Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar
https://timarit.is/publication/1098

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.