Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2011, Blaðsíða 141
141
SKÓLALJÓÐ
ef til vill fundist hann skulda nútímaljóðinu eitthvað þegar hann var orð-
inn formaður stjórnar Ríkisútgáfu námsbóka þremur árum síðar, árið 1967,
en þá gaf hann út úrval Erlends Jónssonar Nútímaljóð handa skólum. Bókin
hefur að geyma 31 ljóð eftir 12 skáld undir fimmtugu og konan eina í safn-
inu er Vilborg Dagbjartsdóttir að þessu sinni. Þessi bók var aftur gagnrýnd
harkalega úr öllum áttum, mest af gagnfræðaskólakennurum sem töldu bók
Erlends ábótavant í ýmsu. Þeir gagnrýndu það að hann skilgreindi ekki
hvað gerði ljóð módernískt og val ljóðanna mótaðist þannig hvorki af innri
samkvæmni né tengdist hinum almenna formála bókarinnar á nokkurn hátt
og að auki sinnti höfundur lítt kennslufræðilegum hluta hennar.23
Þeir kennarar sem harðast gengu fram, Hörður Bergmann (1933– ) og
Finnur Torfi Hjörleifsson, gáfu sjálfir út ljóðaúrval með skýringum fyrir
börn og unglinga árið 1970, Ljóðalestur. Kennslubók handa framhaldsskólum.
Þar er þess gætt að sýna bókmenntasögulega þróun þó að nútímaljóðið sé í
öndvegi og Hannes Pétursson hafi leyst Jónas Hallgrímsson af hólmi með
flest ljóð safnsins. Í þessari útgáfu, sem stefnt er gegn bók Erlends Jóns-
sonar eru jafnréttissjónarmið hins vegar ekki lengra komin en svo að þar
er engin skáldkona! Í útgáfu Finns Torfa Hjörleifssonar (1936–) Ljóðasafni
handa unglingum (1979) hafa hins vegar hlutföll skálda í skólaljóðunum
breyst þannig að þar eru aðeins tvö skáld frá nítjándu öld, langflest hinna
eru samtímamenn, konur og karlar, þar eru líka þjóðkvæði og þýðingar og
bæði bundin og óbundin ljóð á boðstólum. Bókin var prufukennd af fjölda
kennara og undirbúningur hennar einstakur hvað það varðaði að sögn
Eysteins Þorvaldssonar.24
Deilt um hefð og nýjungar vestan hafs
Á fimmta áratug aldarinnar gusu upp samsvarandi deilur um kennslubækur
og ljóðaúrvöl í Bandaríkjunum. John F. Kennedy bað skáldið Robert Frost
að flytja ljóð við innsetningarathöfnina þegar hann tók við embætti forseta
árið 1961 og rökstuddi valið með því að í sínum augum stæði hann fyrir
allt það besta í amerískri menningu; hann gæti talað um takmörk mannsins,
talað um og skilið hinstu rök hans og eðli. „Hann er ekki bundinn neinu
ákveðnu landsvæði heldur talar fyrir okkur alla,“ sagði Kennedy og Joseph
23 Gagnrýnendunum Herði Bergmann og Finni Torfa Hjörleifssyni fannst líka að það
hefði verið fram hjá sér gengið því að Námsgagnastofnun hefði vel mátt vita að þeir
hefðu útbúið sambærilegt efni fyrir sína nemendur og út af þessu spratt hörð ritdeila
sem Eysteinn Þorvaldsson rekur í sinni bók, bls. 139.
24 Eysteinn Þorvaldsson, 1988, bls.167.