Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2011, Blaðsíða 206
206
JONATHAN BATE
of Literature and Environment (ASLE) sem hvetja til fræðilegra rannsókna
um grænar bókmenntir. Ári síðar hófst útgáfa tímaritsins Interdisciplinary
Studies in Literature and Environment (ISLE) sem er vettvangur þeirra sem
vilja kynna rannsóknir sínar á bókmenntum og náttúru.
Vistrýni snýst um rannsóknir á tengslum náttúru og bókmennta, segir
vistrýnirinn Cheryl Glotfelty, út frá sjónarmiði sem kalla má jarð- eða nátt-
úrumiðað.2 Skilgreiningar Lawrence Buell og nafna hans Coupe eru svip-
aðar. Buell segir grænar bókmenntarannsóknir vera umhverfisverndarsinn-
aðar og snúist um sambandið milli bókmennta og náttúru3; Coupe segir það
beinlínis vera hlutverk þeirra að rökræða um náttúruna í þeim tilgangi að
vernda hana.4
Viðfangsefni vistrýna eru mörg enda heimurinn allur undir. Vistrýnar
rannsaka sambandið á milli höfunda, texta og heimsins út frá sjónarhorni
þar sem vistkerfið er heimurinn allur – ekki aðeins samfélag mannsins. Þeir
beina athyglinni að því hvaða augum náttúran er litin í bókmenntaverkum
og þeim höfundum sem láta náttúruna leika stór hlutverk í verkum sínum.
Þeir velta fyrir sér uppruna heimsins og endalokum, óbyggðum, öræfum,
grónum lendum og eyðisöndum og tengja við manninn og menningu hans.5
Það sem liggur þó fyrst og fremst til grundvallar er framtíðin – og að tryggja
það að jörðin eigi sér einhverja framtíð.
*
Vistrýnar horfa ekki aðeins fram á veginn heldur líta þeir til baka og Coupe
segir fyrstu grænu bókmenntirnar tilheyra rómantíska tímabilinu.6 Jonathan
Bate er þessu sammála og telur rómantísk skáld og arftaka þeirra – í leit
sinni að tengslum milli hugar og náttúru, hins mennska og hins ómennska –
bjóða upp á áskorun bæði innan vettvangs pólitískrar og vísindalegrar vist-
2 Cheryll Glotfelty, „Introduction: Literary Studies in an Age of Environmental Crisis“,
The Ecocriticism Reader. Landmarks in Literary Ecology, ritstj. Cheryll Glotfelty og Harold
Fromm, Aþenu og London: The University of Georgia Press, 1996, bls. xviii.
3 Lawrance Buell, The Environmental Imagination. Toreau, Nature Writing, and the
Formation of American Culture, Cambridge: Harvard University Press, 1995, bls. 430.
4 Lawrence Coupe, „General Introduction“, The Green Studies Reader. From Romantic-
ism to Ecoriticism, ritstj. Lawrence Coupe, London og New York: Routledge, 2000,
bls. 1–8, hér bls. 5.
5 Sjá t.d. Cheryll Glotfelty, „Introduction: Literary Studies in an Age of Environmental
Crisis“, bls. xviii–xiv.
6 Lawrence Coupe, „General Introduction“, bls. 6.