Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2011, Blaðsíða 196
196
THEODOR W. ADORNO
því, sem hinstu lyktir hinnar evrópsku heimshryggðar, með því að láta sér
ekki nægja þjáningu einstaklingins heldur áfellast sjálfan nútímann fyrir hið
andljóðræna og tendra í honum hinn skáldlega neista með hetjulega stílfærðu
máli. Þegar í verkum hans gætir örvæntingar, sem vegur beinlínis salt á oddi
eigin þversagnar. Þegar þar kom að móthverfa skáldlegs tungumáls og boð-
skiptamáls náði hápunkti varð öll ljóðlist að leik þar sem allt var lagt undir;
ekki vegna þess að hún væri orðin óskiljanleg, eins og smáborgararnir halda
fram, heldur vegna þess að öðlist tungumálið vitund um sjálft sig sem listmál
– með því að stefna að algjörri hlutverund sem ekki tekur neitt tillit til upp-
lýsingagildis – fjarlægist ljóðlistin um leið hlutverund andans, hins lifandi
tungumáls, og setur ljóðrænan viðburð í stað tungumáls sem er horfið. Hið
skáldlega, háfleyga, huglæga og ofbeldiskennda andartak í veikburða ljóðlist
síðari tíma er verðið sem hún má gjalda fyrir viðleitni sína til að halda sér á
lífi, óspilltri, flekklausri og hlutlægri: falskur ljómi hennar er uppfylling þess
töfrum svipta heims sem hún snýr af sér.
Allt kallar þetta raunar á nánari skýringu til að forðast misskilning. Ég
hélt því fram að ljóðrænt sköpunarverk væri ávallt um leið huglæg tjáning
samfélagslegra þverstæðna. En þar sem hinn hlutlægi heimur sem getur af
sér ljóðlistina er sem slíkur fullur af þverstæðum, þá rennur hugtak ljóð-
listarinnar ekki saman við tjáningu hugverundarinnar sem ljær tungumál-
inu hlutverund. Ekki er nóg með að hugvera ljóðsins holdgeri heildina því
rækilegar sem hún stígur skýrar fram. Hin skáldlega hugverund á líka sjálfa
tilvist sína að þakka þeim forréttindum að ok lífsbaráttunnar gerði aðeins
örfáum mönnum kleift að ná tökum á hinu almenna með því að sökkva sér
ofan í sjálfa sig, að verða yfirleitt að sjálfstæðum hugverum er hafa vald á
sinni eigin frjálsu tjáningu. Hinir, aftur á móti, sem eru ekki aðeins fram-
andi andspænis hinni föngnu skáldlegu hugveru líkt og þeir væru hlutverur,
heldur hafa í bókstaflegum skilningi verið niðurlægðir sem hlutverur sög-
unnar, eiga sama og jafnvel meiri rétt á að leita hljómsins þar sem þján-
ingin og draumurinn gefast hvort öðru. Þessi óskoraði réttur hefur ávallt
brotið sér leið, þótt hann hafi verið velktur, lemstraður, brotakenndur og
slitróttur, en öðruvísi stendur hann ekki til boða þeim sem þurfa að ganga
undir okinu. Undir allri einstaklingsbundinni ljóðlist er félagsleg undiralda.
Horfi slík ljóðlist í raun til heildarinnar en sé ekki aðeins birtingarmynd
fríðinda, fágunar og blíðlyndis þess sem getur leyft sér að vera blíðlyndur,
þá er hlutdeildin í félagslegri undiröldunni eðlisbundinn þáttur hinnar
einstaklingsbundnu ljóðlistar: það er undiraldan sem gerir tungumálið alla
jafna að miðli þar sem hugveran verður meira en bara hugvera. Tengsl