Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2011, Blaðsíða 142
142
DAGNÝ KRISTJÁNSDÓTTIR
H. Thomas bætir við: „okkur, vísar að sjálfsögðu til hvítra, amerískra karl-
manna.“25
Fjórum árum áður hafði Robert Frost, sem þá var 82 ára, skrifað for-
mála að ljóðasafni sem hét Ný ljóðskáld Englands og Ameríku (New Poets of
England and America) og kom út 1957. Þessari bók var ritstýrt af þremur
ungum ljóðskáldum og bókmenntafræðingum sem fylgdu fagurfræðilegri
stefnu nýrýninnar. Þeir lögðu áherslu á módernísk, fáguð og tvíræð ljóð
þar sem hvert ljóð væri heildstætt og lokaðist um sjálft sig. Í safninu voru
fimmtíu og tvö skáld, öll undir fertugu og sextán þeirra voru ensk.26 Sumum
þótti sú staðreynd tengja bókina við hefð og rómantík nítjándu aldar þar sem
móðurlandið væri tvímælalaust Bretland.27
Robert Frost var ókrýndur konungur ljóðasafna og skólaljóða, og tví-
mælalaust mest kennda skáld Bandaríkjanna. Hann var opinbert skáld og
eiginlega „skólaskáld“. Hann blessaði yfir hinn nýja skáldahóp bókarinnar
Ný ljóðskáld Englands og Ameríku þó að hans eigin ljóð féllu ef til vill ekki
að fagurfræðilegum kröfum nýrýnismanna, þau voru ekki formlega róttæk,
of gamaldags og varla nógu margræð. Samt var hann fremstur meðal jafn-
ingja í fágaðri, menntaðri ljóðagerð og einn af frumkvöðlum módernism-
ans í bandarískri ljóðlist. Hann talaði hvar sem hann gat við því komið um
mikilvægi þess að kenna margræð ljóð og fá börn til að lesa þau sér til aukins
þroska og gleði. Um leið er það ekki laust við kaldhæðni að ástæðan fyrir
vinsældum Frost í óteljandi ljóðaúrvölum fyrir skóla fólst einmitt í því hve
kennsluvæn ljóð hans voru. Þau voru taktföst, bundin og oft hálfrímuð og
sigldu fagurfræðilega milli skers og báru og ekki skemmdi það heldur fyrir
að Robert Frost tókst að halda sér „ópólitískum“ á hverju sem gekk í kalda
stríðinu.
Ljóðaúrvalinu Ný ljóðskáld Englands og Ameríku var stefnt til höfuðs fyrra
safninu og það hleypti af stað því sem kallað hefur verið „kanónustríðin“ á
25 Joseph T. Thomas, jr., Poetry´s Playground. The Culture of Contemporary American
Children´s Poetry, Detroit, Michigan: Wayne State University Press, 2007, bls. 8.
26 Það var tíska á eftirstríðsárunum að velja í bókmenntaúrvöl eftir aldri höfundanna. Í
Árbók skálda, 1955, valdi Kristján Karlsson t.d. aðeins smásagnahöfunda undir fertugu.
27 „The fact that promising new poets of America were placed in a kind of aesthetic
brotherhood with those of England reveals the basic assumptions held by this “camp”:
that the English tradition still provided major grist for American poetry, despite the
impact of innovative American poets such as Whitman, Pound, and Williams; and
that symmetry and restraint, as elements of style, could and very likely should govern
content.“ Jack Myers og David Wojahn (ritstj.), A Profile of Twentieth—Century Am-
erican Poetry, Carbondale: Southern Illinois University Press, 1991, bls. 190.