Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2011, Side 104
104
HELGA KRESS
Hér er ekki um það að ræða, að þetta kvæði sé ófullgert eða Jónas hafi
verið illa fyrir kallaður og þurft að flýta sér. Í Sórey leið Jónasi svo vel að
hann hafði „ekki áður átt jafngóðu að fagna oft um dagana [. . .].“ Hann
orti þá líka eða lauk a.m.k. við sum af ljúfustu kvæðum sínum, svo sem
Dalvísu og Ég bið að heilsa. Og þótt hann hefði hug á að liðsinna Fjölni,
var ekkert, sem rak á eftir honum að láta neitt frá sér hálfgert, enda nóg
tóm og næði til þess að vanda sig.54
Ekki er frekar ástæða til að ætla að Jónas hafi sent frá sér kvæðið „Ég bið
að heilsa“ ófullgert, og það ekki aðeins til útgefenda Fjölnis heldur einnig
til Íslands. Engar heimildir eru fyrir því að hann hafi nokkru sinni sent frá
sér kvæði sem hann var ekki búinn með. Þvert á móti var honum mjög sárt
um kvæði sín og afskipti annarra af þeim, eins og m.a. má sjá af heitum
umræðum um rétt höfunda og breytingar á verkum þeirra í fundargerðum
Fjölnisfélags.
„Ég bið að heilsa“ er sonnetta, sú fyrsta á íslensku, ort á vormánuðum
1844. Tæpu ári síðar, undir lok ævi sinnar, sennilega á nýársdag 1845, orti
Jónas aðra sonnettu. Hún ber ekki heiti í eiginhandarritinu sem varðveist
hefur, en hefst á orðunum: „Svo rís um aldir árið hvert um sig“.55 Má því segja
að hann hafi ekki alveg lokið henni, enda sendi hann hana ekki frá sér og hún
birtist fyrst að honum látnum sem ófullgert kvæði í útgáfu þeirra Brynjólfs
og Konráðs á ljóðum Jónasar 1847, undir heitinu „Brot“.56 Eins og Matthías
Þórðarson bendir á fyrstur manna í heildarútgáfu sinni, 1. bindi 1929, skildu
útgefendur ekki að kvæðið var sonnetta. Hann segir: „Þetta merkilega kvæði
er bersýnilega heilt; það er fullgerð ‘sonetta’, sbr. kvæðið ‘Ég bið að heilsa’ [.
. .]. Hefir þó verið kallað brot í 1.–3. útg.“57 Þeir Brynjólfur og Konráð átt-
að handrit Jónasar að þessu kvæði sé til, „uppkast með útstrikunum“. Rit Jónasar Hall-
grímssonar I (Ljóðmæli), 1913, bls. 206. Í heildarútgáfunni frá 1989 er kvæðið birt í
skýringum „eins og það leit út í uppkasti skáldsins“, sbr. Ritverk Jónasar Hallgrímssonar
IV (Skýringar og skrár), bls. 186; sbr. einnig Páll Valsson, Jónas Hallgrímsson. Ævisaga,
Reykjavík: Mál og menning, 1999, bls. 413, þar sem hann fjallar um „uppkast skálds-
ins“ (orðið kemur fyrir þrisvar á blaðsíðunni) sem „skáldið breytir“.
54 Sigurður Nordal, „Alsnjóa. Fáeinar athugasemdir um lítið kvæði eftir Jónas Hall-
grímsson“, Nýtt Helgafell, 4/1957, bls. 158–162, hér bls. 159; endurpr. í Undir
Hraundranga. Úrval ritgerða um Jónas Hallgrímsson.
55 Kvæði Jónasar Hallgrímssonar í eiginhandarriti, bls. 201–202.
56 Ljóðmæli eftir Jónas Hallgrímsson, 1847, bls. 249.
57 Rit eftir Jónas Hallgrímsson I (Ljóðmæli, smásögur og fleira), bls. 371. Kvæðinu gefur
Matthías heitið „Á nýjársdag“.