Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2011, Blaðsíða 132
132
DAGNÝ KRISTJÁNSDÓTTIR
lýsi því yfir að þeir búi ekki aðeins til kenningar heldur heimildirnar líka.
Mun algengara er að fræðimaðurinn feli spor sín, ef verkinu er ætlað
hugmyndafræðilegt hlutverk, og láti líta út eins og val hans sé sjálfsagt og
þar með hið eina rétta.
Fyrstu lestrarbækurnar í bókmenntum fyrir íslenska barnaskóla gegndu
sama þjóðernisbyggingarhlutverkinu og þær norsku. Sigurður Nordal var
skoðanabróðir Francis Bull um nauðsyn sögu og samhengis í þjóðernislegri
sjálfsmynd Íslendinga eins og glöggt kemur í ljós í hinni áhrifamiklu ritgerð
hans: „Samhengið í íslenzkum bókmenntum“ frá 1924. Þar talar hann um að
útlendingar haldi að rof hafi orðið í íslenskri bókmenntasögu eftir miðaldir
og segir: „Hitt tæki út yfir allan þjófabálk, ef Íslendingum sjálfum glapn-
aði svo sýn til lengdar, að þeir af tómri vanþekkingu reyndu að höggva á
sjálfa líftaugina í sögu þjóðarinnar: hið órofna samhengi í tungu vorri og
bókmentum frá upphafi Íslands byggðar til vorra daga.“3 Grunnurinn að
þessari samþættingu íslenskra bókmennta og þjóðernis hafði verið lagður
áður en Sigurður skrifaði þetta4 og þessi hugmyndafræði hélt velli í því
ljóðaúrvali eða kanónum sem kenndar voru í íslenskum skólum langt fram
yfir miðja síðustu öld.
Danski fræðimaðurinn Torben Weinreich talar um að kanónur geti verið
af ýmsu tagi opnar eða lokaðar, altækar eða sértækar, studdar af opinberum
stofnunum eða haldið úti af forlögum eða fjölmiðlum.5 Sú opinbera, íslenska
bókmenntakanóna sem lögð voru drög að í fyrstu skólaljóðunum var lokuð,
altæk og studd af opinberri stofnun eða skólakerfinu.
avgrænsede avsnitt i vort folks tilværelse, kan staa for vor tanke netop som ytre
skillemerker, uten at bryte den indre linje. Man kunne fristes til at si at selv om en
slik forbindelse i norsk historie ikke fantes, måtte vi konstruere den frem.“ Torill
Steinfeld, „Norsk kanon og kanondannelse – historiske linjer, aktuelle konflikter og
utfordringer“, TiidSchrift voor Skandinavistiek vol. 30, nor. 1, 2009, bls 173.
3 Sigurður Nordal, „Samhengið í íslenzkum bókmenntum“, formáli að Íslenzkri lestrar-
bók 1400— 1900, Reykjavík: Bókaverzlun Sigfúsar Eymundssonar, 1924, bls. XI.
4 Bæði Grímur Thomsen og Bogi Th. Melsteð höfðu lagt drög að bókmenntasögu
sem undirstrikaði tengsl fortíðar og nútíðar. Sjá Ástráður Eysteinsson, Tvímæli,
Reykjavík: Bókmenntafræðistofnun, 1996, bls. 229–244 og Þórir Óskarsson, „Så
er det tross alt vår litteratur“, Islandsk litteraturhistorieskrivning ca. 1840–1940, í
Videnskab og national opdragelse, Studier i nordisk litteraturhistorieskrivning. Del I,
København: Nord, 29/2001, bls. 103–151.
5 Torben Weinreich, „Litteraturens kanon – og børnelitteraturens“, Nedslag i
børnelitteraturforskningen 4, Roskilde: Roskilde Universitetsforlag, 2003, bls. 15–24.